Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21441
Umræðan um húsnæðimarkaðinn síðustu misseri hefur einkennst af því að bæði leigu- og fasteignamarkaður hafa verið of hátt verðlagðir. Báðir þessir markaðir ráðast af samspili framboðs og eftirspurnar. Í þessari ritgerð verður fjallað um einfalt framboðs/eftirspurnar líkan, skoðaðir hvatar á framboðshliðinni sem og afleiðingar þegar umframframboð myndast á fasteignamarkaði. Skoðað verður hvernig Tobins hlutfallið hefur þróast fyrir byggingaraðila og hvernig hvati til nýbygginga myndast. Einnig verður skoðað hvernig leigumarkaðurinn tekur við sér eftir bankahrun og hversu hratt var gengið á þær umframbirgðir sem til staðar voru eftir uppgangsár þar á undan. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að fasteignamarkaðurinn sé undirverðlagður miðað við leigumarkað en leigumarkaður sé líklega að verða mettur og sé búinn að ná einhverju hámarki. Út frá þessu þykir ólíklegt að leiguverð eigi eftir að hækka og þar sem nú fækki í hópi í leigjenda og byrði húsnæðiskostnaðar þeirra hefur haldist stöðugur eftir hækkanir síðustu ára. Því er líklegt að fasteignaverð eigi eftir að hækka miðað við leigumarkað og þeirra launahækkana sem munu eiga sér stað á vinnumarkaðnum í náinni framtíð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak.pdf | 1.06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |