is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21442

Titill: 
  • Titill er á spænsku Blýantur smiðsins: La traducción islandesa de El lápiz del carpintero
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessarri BA-ritgerð er fjallað spænsku skáldsöguna Blýantur smiðsins eftir Manuel Rivas og um þýðingu á fjórum köflum hennar á íslensku úr spænsku. Þýðinguna er að finna í viðauka ritgerðarinnar. Í starfi sínu þarf þýðandi að hafa tvennt í huga, að þjóna upprunaverkinu sem og viðtökumálinu. Til að geta þýtt bókmenntaverk skammlaust af einu tungumáli á annað þarf sá sem þýðir að hafa mjög gott vald á markmáli og upprunamáli auk þess að vita úr hvaða sögu- og menningarlega jarðvegi verkið sprettur til að geta þýtt ýmis blæbrigði þess og stíl. Mikill vandi fylgir því að flytja orð og verk annarra á milli tungumála og menningarheima og þýðandi í litlu málsamfélagi finnur til ábyrgðar sinnar, því með nýsköpun og óhefðbundinni notkun á tungumálinu getur hann haft áhrif á tungumálið og máltilfinningu lesenda.
    Ritgerðin er í tveimur hlutum. Í fyrri hluta er umfjöllun um skáldsöguna og rithöfundinn Manuel Rivas og verk hans. Þá er verkið staðsett í tíma og rúmi og sjónum beint að því hvernig tekist er á við Spænsku borgarastyrjöldina í samtímabókmenntum á Spáni. Í framhaldi af því er fjallað um hversu mikilvæg vitneskja af þessu tagi er bæði fyrir þann sem þýðir og einnig lesandann.
    Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um þýðinguna og þýðingarferlið sem slíkt. Til að byrja með er gerð stutt grein fyrir þýðingafræðikenningum Friedrichs Schleiermacher, Eugenes Nida, Skoposkenningu Hans Vermeer og umfjöllun Lawrence Venuti um þýðingar. Rætt er um hvernig hver og ein þessara kenninga nýttist við þýðinguna. Þá er þýðingarferlinu lýst, helstu hjálpargögn talin upp og rætt um ýmsar lausnir við þýðingu verksins.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Titilsíða.pdf6.34 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Blýantur smiðsins. La traducción islandesa de El lápiz del carpintero.pdf837.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna