Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21443
Á síðustu áratugum hefur umræða um viðskiptasiðfræði aukist. Í kjölfarið vaknaði áhugi á að rannsaka viðhorf nemenda við Háskóla Íslands. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort viðskiptafræðinemendur þyrftu mögulega frekari kennslu í viðskiptasiðfræði áður en þeir halda út á íslenskan vinnumarkað.
Háskólanemendur sem rannsakaðir voru stunda nám að staðaldri í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Nemendurnir voru alls 60 talsins og á mjög breiðum aldursskala. Megindleg rannsókn var gerð til að rannsaka úrtakið. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur skriflega og leiddi af sér athyglisverðar niðurstöður. Áhersla var lögð á að kanna hversu meðvitaðir þeir væru um siðferðileg álitamál tengd viðskiptum og hver afstaða þeirra væri til málanna. Samkvæmt niðurstöðum eru nemendur frekar ómeðvitaðir um helstu siðferðileg álitamál í viðskiptum. Því má álykta að frekari kennsla á þessu sviði væri æskileg.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðhorf viðskiptafræðinema til siðferðilegra álitamála í viðskiptum - Áslaug T. Smáradóttir.pdf | 469,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |