Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21446
Fjármálakreppur hafa lengi vel haft mikil áhrif á hag landa og þjóða. Kreppum fylgir ekki aðeins niðursveifla og mikill óstöðugleiki á fjármálamörkuðum, heldur ýta fjármálakreppur einnig undir ótta og vantraust meðal almennings og fjárfesta. Leitast hefur því verið við að svara spurningunni hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir stórar og eyðandi kreppur.
Í ritgerðinni hefur verið tekið fyrir hugtakið fjármálakreppur og hvað átt er við með því. Stiklað hefur verið á stóru varðandi helstu fjármálakreppur á þessari öld og þeirri síðustu og þær bornar saman í von um að finna sameiginlegan orsakaþátt. Lögð hefur verið megin áhersla á efnahagshrunið á Íslandi á þessari öld, enda stendur það okkur næst.
Bent hefur verið á hvernig fjármálakreppur ýta undir óróa og óstöðugleika í þeim löndum þar sem þær verða og þær geigvænlegu afleiðingar sem af þeim geta hlotist. Þá hefur verið fjallað um mikilvægi aukins fjármálalæsis, langtímasjónarmiða á sviði efnahagsmála og góðan og traustan aðbúnað eftirlitsstofnana og sjálfstæðis þeirra. Þá hefur jafnframt verið bent á mikilvægi þess að ríkisvaldið á hverjum tíma gangi á undan með góðu fordæmi, aðhaldi í ríkisfjármálum og stöðugleika, hófsemi í lántökum og ýti ekki undir óraunhæfar væntingar. Að lokum hefur verið komið inn á hversu mikilvægt er að læra af reynslunni og forðast eins og verða má fyrri mistök.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LaufeySteinsdóttir BS ritgerðin.pdf | 506.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |