is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21447

Titill: 
  • Áhrif birtingar verðmats á hlutabréfaverð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eru starfandi greiningardeildir sem meðal annars gefa sig út fyrir að verðmeta fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Greiningardeildirnar veita viðskiptavinum sínum ráðgjöf varðandi viðskipti með hlutabréf í umræddum fyrirtækjum sem grundvölluð er á niðurstöðum úr verðmati. Sé fyrirtæki talið undirverðlagt á markaði ráðleggur greiningardeild viðskiptavinum sínum að kaupa hluti, sé fyrirtækið talið rétt verðlagt ráðleggur greiningardeild viðskiptavinum sínum að halda hlut sínum og sé fyrirtækið talið yfirverðlagt ráðleggur greiningardeild viðskiptavinum sínum að selja hlut sinn. Það fer svo eftir því hversu marktækt fjárfestir telur verðmatið vera hvort hann hagi fjárfestingum sínum eftir þeirri ráðgjöf sem þar er veitt.
    Framkvæmd er atburðarannsókn með það að markmiði að meta áhrif birtingar verðmats á hlutabréfaverð. Verðmötin eru flokkuð í jákvæða, hlutlausa eða neikvæða atburði, byggt á þeirri ráðgjöf sem þar er veitt. Útbúið er verðmatslíkan til að áætla hver ávöxtun hefði verið ef ekki hefði komið til birtingar verðmats. Áhrifin af birtingu verðmats eru svo metin sem umframávöxtun fyrir hvern atburð fyrir sig með því að draga áætlaða ávöxtun frá raunverulegri ávöxtun viðkomandi hlutabréfs. Meðaltals umframávöxtun allra atburða hvers flokks er að lokum tekin saman og með því lagt mat á hver áhrifin eru að jafnaði á hvern flokk fyrir sig.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að birting verðmats hafi áhrif á hlutabréfaverð þar sem fjárfestar virðast haga fjárfestingum sínum að einhverju leyti eftir þeirri ráðgjöf sem fram kemur í verðmati. Áhrifin koma misjafnlega í ljós eftir eðli atburðarins en sérstaka athygli vekur að verðmat þar sem mælt er með sölu á hlutabréfum virðist hafa umtalsverð áhrif dagana eftir birtingu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna