is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21448

Titill: 
  • Eftirprentanir Ragnars í Smára. Aðdragandi, tilurð, tilgangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um eftirprentanir málverka sem gefnar voru út af bókaútgáfunni Helgafelli fyrir tilstilli Ragnars Jónssonar í Smára á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Fáir hafa innt jafn jafn mikið af hendi til styrktar menningu og listum íslensku þjóðarinnar og Ragnar og voru eftirprentanirnar aðeins einn hluti umfangsmikillar menningarmiðlunar hans. Eftirprentanirnar voru framleiddar er Ragnar sá þörf fyrir aukna kynningu á íslenskri myndlist bæði á Íslandi og erlendis. Hann vildi rjúfa einangrun íslenskra listamanna og bæta aðgengi alþýðunnar að úrvalsverkum íslenskrar myndlistar. Ragnar hafði óbilandi trú á göfgandi og þroskandi áhrifum listarinnar og vildi að sem flestir gætu notið hennar. Einnig vildi Ragnar sjá til þess að listamenn gætu fengið greitt fyrir verk sín án þess að láta þau öll af hendi. Framleiddar voru 35 eftirprentanir listaverka eftir 16 af mikilverðustu listamönnum þjóðarinnar.
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á aðdraganda og tilurð eftirprentananna og freista þess að greina tilgang þeirra. Listræn áhrif frá æsku Ragnars á Eyrarbakka og fyrstu árum hans í Reykjavík verða könnuð og eftirprentanirnar settar í samhengi við listaverkabækur Helgafells sem gefnar voru út nokkrum árum fyrr, auk samnorrænnar bókar um nútímalist sem líklegt er að hafi haft áhrif á útgáfu eftirprentananna. Gerð er ítarleg grein fyrir tilurð eftirprentananna og framleiðslu þeirra. Leitað er skýringa á vali Ragnars á þessum tilteknu listamönnum og verkum og sagt er frá samningi Ragnars við listamennina, prentun myndanna, stærð þeirra og verði. Skýrt er frá sölu- og dreifingarfyrirkomulagi eftirprentananna og auglýsingar Helgafells greindar. Gerð er grein fyrir tilgangi eftirprentananna og loks verða viðtökur við þeim og vinsældir þeirra bæði hérlendis og erlendis kannaðar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eftirprentanir Ragnars í Smára, BA.pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna