is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21449

Titill: 
 • Myrkrið er manna fjandi : skammdegisþunglyndi og sjálfsvíg meðal frumbyggja á norðurslóðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur hennar er að undirbúa rannsókn til að kanna tíðni skammdegisþunglyndis meðal frumbyggja á norðurslóðum og einnig skoða hvort sjálfsvíg meðal frumbyggja séu algengari yfir myrkasta tíma ársins til að athuga möguleg tengsl þar á milli.
  Á norðurslóðasvæðinu er myrkur nær allan sólarhringinn yfir vetrarmánuðina en þrátt fyrir það hefur skammdegisþunglyndi lítið verið rannsakað þar. Skammdegisþunglyndi lýsir sér sem geðlægð sem kemur fyrir að vetri til og einkennist meðal annars af þreytu, orkuleysi og breytingum á matarlyst.
  Undanfarna áratugi hefur verið mikil breyting á umhverfi og menningu frumbyggja á norðurslóðum og eiga þeir við mörg andleg og félagsleg vandamál. Í dag eru sjálfsvíg eitt stærsta heilsufarsvandamálið sem frumbyggjar á norðurslóðum glíma við en tíðni sjálfsvíga þar eru með því hæsta sem þekkist í heiminum.
  Sú rannsóknaraðferð sem stuðst verður við er lýsandi rannsóknaraðferð sem byggð er á megindlegri aðferðafræði. Þátttakendur verða frumbyggjar á aldrinum 16-35 ára af ákveðnum svæðum á norðurslóðum, Grænlandi, Alaska og norður-Kanada. Mælitækið sem verður notað er í formi spurningalista (SPAQ) og er ætlað til að skima fyrir skammdegisþunglyndi. Við greiningu gagna verður SPSS notað og verða niðurstöður bornar saman við fyrirliggjandi gögn um tíðni sjálfsvíga á sömu svæðum.
  Málefni norðurslóða hafa verið mikið í umræðunni en oftar en ekki er kastljósi fjölmiðla og stjórnmálamanna beint að auðlindum frekar en að fólkinu sem þar býr. Frumbyggjar á þeim slóðum búa við sérstæðar aðstæður bæði hvað varðar umhverfi og menningu. Há tíðni vímuefnanotkunar, sjálfsvíga og heimilisofbeldis á meðal þeirra er staðreynd sem líta ber alvarlegum augum.
  Hjúkrunarfræðingar eru í lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum og heilsueflingu og gæti fyrirhuguð rannsókn nýst til þess að varpa ljósi á hver þörfin er á þessum svæðum. Einnig teljum við að með aukinni umfjöllun um málefni frumbyggja á norðurslóðum geti opnast dyr að nýjum og spennandi tækifærum fyrir hjúkrunarfræðinga í framtíðinni.
  Lykilhugtök: Norðurslóðir, frumbyggjar, árstíðabundið þunglyndi, skammdegisþunglyndi og sjálfsvíg.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final thesis to a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. Its purpose is to prepare a study to estimate the incidence of seasonal affective disorder (SAD) among the indigenous people of the Arctic and also examine whether suicide among indigenous people are common over the darkest time of year to see if there is a possible relationship between the two.
  In the Arctic region it is dark almost around the clock over the winter months but there haven´t been many studies on SAD in that area. SAD manifests as depression that occurs during the winter and its symptoms are amongst other things; fatigue, lack of energy and changes in appetite. Over the past few decades there have been big changes in the culture of indigenous peoples in the Arctic and they deal with many emotional and social problems. Suicide is one of the biggest health problems in the Arctic, with the highest rates known in the world.
  The methodology used will be a descriptive research, based on quantitative research method. Participants will be indigenous people aged 16-35 years old in certain areas of the Arctic, Greenland, Alaska and northern Canada. The instrument that will be used is in the form of a questionnaire (SPAQ) that is designed to screen for SAD. In analysis of the data SPSS will be used and the results will be compared with available data on the incidence of suicide in the same areas.
  Arctic issues have been debated a lot but the spotlight from both the media and politicians has been on natural resources rather than the people living there. Indigenous people in the region live in unusual circumstances in terms of both the environment and culture. High incidence of drug abuse, suicide and violence amongst them is a fact that should be regarded as a serious problem.
  Nurses have a key role when it comes to prevention and health promotion and the proposed study could be used to shed a light on the needs of these areas. Also, we believe that increased coverage of issues of indigenous people in the Arctic can open the door to a new and exciting opportunities for nurses in the future.
  Key words: Arctic, indigenous people, seasonal depression, seasonal affective disorder and suicide.

Samþykkt: 
 • 12.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni tilbúið til prentunar.pdf700.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hugrún Birna - Kápa.pdf529.96 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna