is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21457

Titill: 
 • Það sem hentar skólanum best. Útfærsla á vinnutíma grunnskólakennara samkvæmt bókun 5 og ákvæði 2.1.6.3
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í kjarasamningum milli sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem gerðir voru 2001 var sett inn bókun sem gerði það mögulegt að skólar gætu tekið upp breytt vinnutímafyrirkomulag frá því sem almennt gerist í grunnskólum hér á landi.
  Í þessari rannsókn var markmiðið að skoða reynslu þeirra sem starfað hafa í grunnskólum sem tekið hafa upp vinnutímafyrirkomulag samkvæmt bókun 5 og síðar grein 2.1.6.3 í kjarasamningi grunnskólakennara. Í rannsókninni er notuð blönduð rannsóknaraðferð.
  Í eigindlega hluta rannsóknarinnar þar sem tekin voru hálfopin viðtöl var spurt hver reynsla stjórnenda í skólum sem útfæra vinnutíma grunnskólakennara samkvæmt ákvæði 2.1.6.3 (bókun 5) væri. Í megindlega hluta rannsóknarinnar var lagður spurningalisti fyrir kennara þessara sömu skóla. Annars vegar var spurt um hvaða áhrif vinnufyrirkomulagið hefði á innra starf skólans og hins vegar um viðhorf kennara skólanna til vinnufyrirkomulagsins.
  Helstu niðurstöður eru þær að stjórnendur telja þetta fyrirkomulag hafa ótvíræðan ávinning í för með sér fyrir alla hagsmunaaðila sem koma að skólastarfinu. Þeir eru sammála um að þessi útfærsla á vinnutíma kennara stuðli að betra skólastarfi. Í spurningakönnun sem lögð var fyrir kennara skólanna kom fram að þeir eru sáttir við að vinna eftir þessu vinnutímafyrirkomulagi og telja að það hafi jákvæð áhrif á innra starf skólanna sem skili sér í betra skólastarfi.
  Þeir skólar sem farið hafa út í að vinna samkvæmt breyttu vinnutímafyrirkomulagi hafa þurft að yfirstíga ýmsar hindranir ekki síst vegna andstöðu Félags grunnskólakennara við að þessi leið sé farin.

Samþykkt: 
 • 12.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það sem hentar skólanum best.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna