is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21458

Titill: 
 • Íslensk kvikmyndaframleiðsla. Verkefnastjórnun í framleiðsluferlinu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tengsl íslenskrar kvikmyndaframleiðslu við verkefnastjórnunarferlana samkvæmt Alþjóðasamtökum Verkefnastjóra var skoðuð. Skapandi iðnaður og kvikmyndaiðnaður voru skilgreindir ásamt verkefnastjórnunarferlunum og fjallað var um notkun verkefnastjórnunar í skapandi iðnaði og kvikmyndaiðnaði.
  Rannsókin er byggð á hálf opnum viðtölum við fjóra framleiðendur sem starfa í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Spurningar viðtalana voru byggð á stigum kvikmyndaframleiðslu og verkefnastjórnunarferlunum.
  Niðurstöður sýndu að náin tengsl eru á milli kvikmyndaframleiðslu og verkefnastjórnunarferlanna. Hlutverk framleiðandans og verkefnastjórans eru svipuð þar sem markmið beggja er að verkefninu sé lokið á tilsettum tíma, kostnaði og í fullnægjandi gæðum. Kvikmyndaverkefni er skilgreint í upphafi, meðal annars m.t.t. stærðar og kostnaðar. Í skipulagningunni eru þættir á borð við tíma, kostnað og gæði skilgreindir auk þess sem útbúnar eru verkáætlanir. Í eftirliti og stjórnun er stöðugt fylgst með framgangi og kostnaði framleiðslunnar og gripið til aðgerða sé verkefnið ekki á kostnaðar- eða tímaáætlun. Ferli kvikmyndaframleiðslu er frábrugðnast verkefnastjórnunarferlunum þegar kemur að lokun þar sem framleiðandinn vinnur áfram að kynningu, dreifingu og sölu eftir að lokaafurðin er tilbúin. Þó er það líkt að því leyti að farið er yfir verkefnið í lokin og metið hvað gekk vel og hvað hefði mátt gera betur.
  Skipulag og framkvæmd íslenskra framleiðsluverkefna er mjög gott og framtíð greinarinnar björt svo lengi sem stutt er vel við bakið á henni og inniviði hennar efld.

Samþykkt: 
 • 12.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslensk Kvikmyndaframleiðsla-Lokaskjal.pdf826.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna