is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21459

Titill: 
 • „Jæja og hvern ætli ég svo þekki?“ Mikilvægi tengslanets á vinnumarkaðnum, viðhorf og leiðir
 • Titill er á ensku "So who do I know?" The importance of networking in the job market, perspectives and ways
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Öll viljum við að okkur vegni vel í leik og starfi en í takt við þær samfélagslegu breytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár og áratugi hefur samkeppnin á vinnumarkaðnum sífellt orðið meiri. Sem hefur meðal annars leitt til aukinnar kröfu um menntun einstaklinga enda oft komið svo að orði að grunnnám úr háskóla sé að verða hið nýja stúdentspróf. Í ljósi þess að einstaklingar fara í framhaldsnám til þess að auka samkeppnisforskot sitt vakna spurningar hvort fleira þurfi að vera til staðar til að vegna vel í atvinnulífinu.
  Markmið rannsóknarinnar var því í megindráttum að kanna mikilvægi tengslanets í atvinnulífinu, hvort það væri ef til vill ekki síður jafn mikilvægt og menntunin. Auk þess að kanna þá hvaðan einstaklingar fá hagnýtustu upplýsingarnar varðandi starfsleit. Framkvæmd var megindleg könnun þar sem þátttakendur voru einstaklingar starfandi á vinnumarkaðnum með ólíka bakgrunna.
  Rannsóknin var tvískipt en niðurstöður úr fyrri hluta sýndu að allflestir þátttakendur segjast hafa nýtt sér tengslanet sitt í leit að starfi. Tæplega helmingur segist jafnframt hafa bæði frétt af og fengið núverandi starf í gegnum tengslanet. Þá var það helst í gegnum persónulega tengslanetið. Seinni hluti rannsóknarinnar snérist að viðhorfum einstaklinga til tengslanetsins. Niðurstöðurnar sýndu að almennt voru þátttakendur á sama máli að tengslanet væri mikilvægt eða mjög mikilvægt fyrir fólk almennt þegar kemur að atvinnuleit sem og þegar kemur að auknum starfstækifærum á vinnumarkaðnum. Sama átti við þegar þátttakendur voru beðnir um að svara hvort að gott tengslanet yki samkeppnisforskot einstaklinga.
  Hér má því segja að rétt eins og aukin menntun skapar ákveðið samkeppnisforskot fyrir einstaklinga að þá er víst að tengslanet, ríkt af góðu baklandi og upplýsingum, getur skapað mikið fyrir einstaklinga á vinnumarkaðnum. Það sem gerir tengslanetið svo einstakt er það að enginn veit fyrir vissu hvað getur komið út úr því. Hins vegar, hafi einstaklingar áhuga á því að gefa sig allan fram og vinna í tengslanetinu sínu, þá mun það koma að góðum notum, þrátt fyrir að ef til vill sé ekki alveg ljóst í upphafi hver óska niðurstaðan sé. Rannsóknin hefur fyrst og fremst hagnýtt gildi fyrir þá sem vilja vegna vel á vinnumarkaðnum og hafa áhuga á því að byggja upp sitt tengslanet.

Samþykkt: 
 • 12.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal_tengslanet_agh.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna