is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21463

Titill: 
  • Starfsemi íslenskra lífeyrissjóða: Hluthafastefna og ábyrgar fjárfestingar
  • Titill er á ensku Icelandic pension funds: Shareholder policy and responsible investments
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Afleiðingar efnahagshrunsins og breyttar aðstæður í kjölfarið hafa leitt til þess að íslenskir lífeyrissjóðir urðu fyrirferðamiklir á innlendum hlutabréfamarkaði. Aukin krafa hefur verið gerð til lífeyrissjóða í ábyrgum fjárfestingum á markaðinum með innleiðingu hluthafastefnu. Margir lífeyrissjóðir horfa til meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar þegar kemur að framkvæmd og mótun á slíkri stefnu. Áherslur í hluthafastefnu snúa meðal annars að umhverfislegum og félagslegum málefnum sem og stjórnarháttum fyrirtækja. Lífeyrissjóðir, sem virkir hluthafar hafa því gert kröfu um aukna vitund samfélagsábyrgðar og góðra stjórnarhátta fyrirtækja. Markmið rannsóknarinnar er að kynna betur starfsemi íslenskra lífeyrissjóða í ábyrgum fjárfestingum. Skoðað verður hvaða lífeyrissjóðir hafa sett fram hluthafastefnu í fjárfestingarstarfsemi sinni. Verður þá skoðuð fjárfestingarstefna lífeyrissjóðanna og eignasamsetning þeirra með áherslu á fjárfestingar á innlendum hlutabréfamarkaði. Síðan verður skoðaður eignarhlutur lífeyrissjóða í einstökum hlutafélögum á hlutabréfamarkaði og hvaða áhrif eignarhald þeirra hefur á stjórnarhætti og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Tilgangur rannsóknarinnar er að reyna vekja frekari athygli á mikilvægi ábyrgra fjárfestinga og hvaða þýðingu aukin vitund góðra stjórnarhátta sem og samfélagsábyrgð fyrirtækja hefur á þróun fjárfestinga hjá lífeyrissjóðum. Í þessari rannsókn var tveimur aðferðum beitt til að svara rannsóknarspurningunum. Fyrri aðferðin byggir á fyrirliggjandi gögnum og seinni aðferðin á eigindlegum einstaklingsviðtölum. Helstu niðurstöður benda til þess að lífeyrissjóðir eru sífellt að verða meðvitaðri um að fjárfestingar þeirra geta haft veruleg áhrif á orðspor þeirra, sk. orðsporsáhætta. Ábyrgar fjárfestingar geta dregið úr þessari orðsporsáhættu með því að leggja áherslu á samfélagsábyrgð og stjórnarhætti fyrirtækja í fjárfestingarákvörðunum sínum. Lykilatriði í því að ná þessu fram er að lífeyrissjóðirnir móti sér skýra hluthafastefnu. Því mætti telja að samspil ábyrgra fjárfestinga við samfélagsábyrgð og stjórnarhætti fyrirtækja tryggi betur fjárfestingu lífeyrissjóða til lengri tíma.

  • Útdráttur er á ensku

    The aftermath of Iceland’s economic crisis has caused Icelandic pension funds to become prominent figures in the domestic stock market. As a result more demands have been made to Icelandic pension funds in responsible investments with an impementation of a shareholder policy. Many pension funds look to UN’s Principles of Responsible Investment when implementing such a policy. Shareholder policies include three main factors in measuring the sustainability and ethical impact of an investment, these factors are known as environmental, social and governance. Therefor Icelandic pension funds as active shareholders have demanded more awareness from Icelandic companies on issues such as corporate social responsibility and corporate governance. The main objective of this research is to gain more insight in responsible investments within Icelandic pension funds. The purpose of the research is to draw more attention to the importance of responsible investment and what the significance of increased awareness in issues regarding corporate social responsibility and corporate governance have on the development of investment policies. The main findings are that Icelandic pension funds are more aware that their investments can have a significant impact on their reputation. There are indications that focusing more on responsible investments can have a positive impact on their reputation.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
msritgerd_1110884039.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna