Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21464
Viðskiptaumhverfi íslenskra raforkusölufyrirtækja hefur breyst töluvert á undanförnum árum í kjölfar innleiðingar tilskipunar Evrópusambandsins í íslensk raforkulög. Þessar breytingar hafa skapað fyrirtækjunum bæði áskoranir og tækifæri og gert það að verkum að þau hafa þurft að endurskoða hlutverk sín til virðissköpunar. Tregða einkennir íslenska raforkuneytendur og mjög lítil hreyfing hefur komist á raforkumarkaðinn eftir að opnað var fyrir samkeppni. Svo virðist sem einsleitni og skortur á aðgreiningu til samans við vanþekkingu neytenda séu megin orsök þessarar tregðu. Raforkuneytendur skortir vitund og þekkingu um raforkumarkaðinn og við fyrstu sýn virðist verð vera eini þátturinn sem neytendur telja að skipti þá máli við val á milli raforkusölufyrirtækja. Ýmislegt bendir þó til þess að áherslan á verð sé aðeins afleiðing einsleitni og aðgreiningarskorts á milli vörutilboða raforkusölufyrirtækja. Fyrirtækin standa því frammi fyrir þeirri áskorun að skapa sér skýra aðgreiningu frá samkeppnisaðilum sem skapar viðskiptavinum þeirra aukið virði í viðskiptunum og gefur þeim ástæðu til að velja eitt vörutilboð umfram annað. Markmið þessarar ritgerðar er að svara því hvort raforkusölufyrirtæki geta skapað slíkt virði í hugum viðskiptavina sinna með því að aðgreina sig byggt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsábyrgð hefur, meðal annars vegna breytinga á efnahagskerfum og áhyggjum almennings af ágangi á náttúruauðlindir og hlýnun jarðar, orðið ein af víddum markaðsfærslu og í mörgum tilfellum orðið hluti af virðistilboðum fyrirtækja. Að margra mati getur aðgreining byggð á samfélagslegri ábyrgð skapað viðskiptavinum aukið virði og svarað dýpri þörfum en áður hefur verið lögð áhersla á að svara, svo sem þörfum fyrir efnahagslegt, samfélagslegt og umhverfislegt réttlæti.
Helstu niðurstöður eru þær að raforkusölufyrirtæki geta skapað viðskiptavinum aukið virði með aðgreiningu byggðri á samfélagslegri ábyrgð, þó að slíkt sé af og frá sjálfgefið. Fjölmargir þættir geta haft áhrif á það hvort slík stefna sé líkleg til að skapa virði, svo sem orðspor fyrirtækis, skuldbinding þess við stefnuna, hvatinn að baki innleiðingu stefnunnar, hvernig framkvæmd stefnunnar er háttað og hvernig henni er miðlað til neytenda.
The business environment for Icelandic electricity companies has changed significantly in recent years, following the implementation of the EU Directive in Icelandic energy laws. These changes have created both challenges and opportunities, and forced Icelandic electricity companies to reevaluate the relationship with their customers and their value creation process. Inertia characterizes Icelandic electricity consumers, and relatively few consumers have switched energy suppliers since the electricity market was liberalized. Apparently homogeneity and lack of differentiation, combined with consumer’s lack of knowledge, are the main causes of this reluctance. Electricity consumers lack awareness and knowledge of the electricity market, and at first glance price appears to be the only factor that consumers consider relevant when choosing between electricity companies. However, various factors indicate that the focus on price is caused by the homogenity and lack of differentiation between supplier offerings. The companies now face the challenge of creating a clear differentiation from competitors that increases customer‘s perceived value and gives them a reason to choose one supplier over another. The aim of this paper is to examine if the Icelandic electricity suppliers can create such value by basing differentiation on corporate social ressponsibility. Due to a structural economic change and growing public concerns of encroachment on natural resources and global warming, corporate social responsibility has become one of the dimensions of marketing by creating different types of needs. According to many, differentiation based on corporate social responsibility can become a source of value by satisfying not only customer‘s personal needs, but also their needs for economic, social, and environmental justice.
The main conclusions are that electricity suppliers can increase customer value by differentiating their proposition based on corporate social responsibility. Though, numerous factors can affect whether the strategy is likely to create value or not, such as business reputation, the level of commitment to the policy, impetus behind the implementation, how the implementation is organized and how it is communicated to the consumer.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_Ritgerð_Hrafnhildur_Árnadóttir1.pdf | 912.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |