is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21465

Titill: 
  • Frumathugun á virkjun Múlaár í Gilsfirði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Raforkuöryggi á Vestfjörðum er það lakasta á landinu og mikilvægt er að auka raforkuframleiðslu innan fjórðungsins. Á Vestfjörðum er hátt hlutfall lítilla virkjana sem reknar eru af einkaaðilum og eru möguleikar á að fjölga þeim enn frekar. Í þessu verkefni var gerð frumathugun á lítilli vatnsaflsvirkjun í Múlaá í Gilsfirði. Áin er blanda af lindá og dragá og rennsli á veturna er nokkuð stöðugt. Til skoðunar voru tveir kostir fyrir staðsetningu á stíflumannvirkjum og voru skoðaðar mismunandi útfærslur á virkjuðu rennsli og stífluhæð fyrir báða kostina. Meðalársorkuframleiðsla virkjunar og flóð með 500 ára endurkomutíma voru metin út frá rennslisgögnum frá árunum 1954-1979 sem fengin voru hjá Veðurstofu Íslands. Grunnhönnun var gerð á mannvirkjum og stofnkostnaður virkjunar metinn út frá henni. Hagkvæmasti kostur virkjunar var valinn út frá stofnkostnaði og meðalársorkuframleiðslu virkjunar. Efri kostur fyrir stíflumannvirki, án miðlunar, með virkjað rennsli 1,5 m3/s og heildarfallhæð 64 m reyndist hagkvæmastur. Fyrir hagkvæmasta kost fékkst að uppsett afl virkjunar var 686 kW og meðalársorkuframleiðsla virkjunar 4,18 GWh. Næsti tengipunktur virkjunar við dreifikerfi er í Króksfjarðarnesi í um 5 km fjarlægð og kæmi virkjun til með að þjóna raforkuþörf í Reykhólahreppi og Strandabyggð. Úttektarþörf á forgangsorku af kerfi Landsnets í aðveitustöð í Geiradal mun minnka um 10-25% á veturna en 20-70% á sumrin með tilkomu virkjunar. Umhverfisáhrif virkjunar eru takmörkuð en helstu áhrif eru á rennsli ár og sjónræn áhrif með tilkomu mannvirkja. Virkjun kæmi til með að skapa atvinnu á framkvæmda- og rekstrartíma og auka raforkuöryggi á svæðinu. Virkjun reyndist hagkvæm samanborið við virkjunarkosti á Vestfjörðum, sem voru til athugunar í 2. áfanga rammaáætlunar, en vegna lágs raforkuverðs var niðurstaða arðsemisútreikninga neikvæð. Talsverð óvissa var í útreiknuðum stofnkostnaði og á raforkuverði og er mælt með frekari rannsóknum til að meta arðsemi virkjunar.

  • Útdráttur er á ensku

    Electrical energy security in the Westfjords is the lowest in Iceland and it is important to increase electricity production there. In the Westfjords the rate of small hydropower is high and there are possibilities to increase the use of small hydropower further. The main topic of this study was to do a feasibility analysis of a small hydropower in Múlaá in Gilsfjörður. The river is a combination of spring fed river and surface water river and the flow over the winter period is rather stable. Two options were considered for the location of a dam and for each of them different flow to the turbines and dam heights were looked at. The mean annual energy production and flood with return period of 500 years were evaluated from flow data from the period 1954-1979 which were provided by The Icelandic Met Office. Basic design of the power plant was used to evaluate the capital cost. The most feasible option was chosen by looking at capital cost and mean annual energy production. A run of river option for the upper location of the dam was the most feasible one, with a flow of 1,5 m3/s and total head of 64 m. The capacity of the power plant was 686 kW and mean annual energy production 4,18 GWh. The closest connection to the grid is at Króksfjarðarnes in around 5 km distance and the power plant will provide energy for Reykhólahreppur and Strandabyggð. Evaluation showed that the power plant would decrease the need for energy of the electrical power system in Geiradalur by 10-25% at wintertime and by 20-70% at summertime. The environmental impacts of the power plant are limited but the main impacts are on the river flow and visual impacts. The power plant will create jobs and increase electrical energy safety. The power plant was feasible compared to other options of energy sources in the Westfjords but because of low electricity price the profitability was negative. There was considerable uncertainty in the calculations of capital cost as well as the electricity price and therefore further studies are recommended.

Styrktaraðili: 
  • Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frumathugun á virkjun Múlaár í Gilsfirði.pdf4.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna