is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21466

Titill: 
  • Fjármögnun íslensku bankanna. Áhrif losunar fjármagnshafta og æskileg fjármagnsskipan
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að meta áhrif af losun fjármagnshafta á fjármögnun íslensku viðskiptabankanna, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Auk þess verður metið hver æskileg fjármagnsskipan þeirra sé til framtíðar á sérstöku íslensku myntsvæði og þá með tilliti til aukinna krafna til þeirra vegna innleiðingar Basel III staðalsins. Farið verður yfir þróun fjármögnunar bankanna allt frá stofnun þeirra í október 2008. Þá er farið yfir fjármögnun erlendra banka í Asíu, Bandaríkjunum og í Evrópu og staða þeirra borin saman við íslenska bankakerfið. Helstu niðurstöður benda til að losun fjármagnshafta geti haft neikvæð áhrif á grunnrekstur bankana með því að auka fjármagnskostnað skulda um allt að 20,9 milljarða króna við það að breyta innlánum í skuldabréfafjármögnun. Vinna bankanna við að auka fjölbreytni fjármögnunar þeirra hefur skilað árangri í að undirbúa þá undir losun fjármagnshafta meðal annars með auknu aðgengi og bættum kjörum á erlendum lánsfjármörkuðum. Lausafjárkröfur Basel III hygla notkun á kjarnainnlánum og ætti því áhersla bankanna að liggja í að auka hlutfall kjarnainnlána í fjármögnun sinni. Æskilegt er að tímalengd skuldabréfafjármögnunar íslensku bankana sé lengri ef litið er til samanburðar við banka í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hlutfall veðsettra eigna er hátt í íslenska bankakerfinu og það getur aukist við losun fjármagnshafta en æskilegt er að bankarnir leiti leiða til að draga úr veðsetningu eigna fremur en að auka hana. Eiginfjárstaða íslensku bankanna er sterk og æskilegt er að fara varlega í að veikja hana þar sem bankarnir þurfa að geta staðið af sér hagsveiflur í óstöðugu umhverfi innan íslensku krónunnar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Kristinn_Karel.pdf2.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna