Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21467
Í þessari ritgerð er hugtökum frásagnarfræði og stílfræði, sem smíðuð eru með skáldsögur í huga, beitt á fréttir sem birtust í íslenskum dagblöðum og vikublöðum á árunum 2005-2015. Sex fréttir eru hafðar til hliðsjónar í almennum samanburði á skáldsagnaskrifum og fréttaskrifum, auk þess sem þær og nokkrar fleiri eru mátaðar við hin ýmis hugtök sem eru til umfjöllunar. Undirstaða þess hluta sem fjallar um frásagnarfræði er kenningar franska bókmenntafræðingsins Gérards Genettes. Athugunin í stílfræðihlutanum grundvallast að miklu leyti á hugtökum og flokkun bókarinnar Íslensk stílfræði. Í ritgerðinni er farið í kerfisbundna athugun á tilvist, tilgangi og eðli fyrirbæra á borð við sögumann, tímaflakk og raunveruleikahrif í fréttum. Sameiginlegir snertifletir frétta og skáldsagna eru greindir nánar og meðal annars litið til þess hvaða áhrif hlutlægnikröfur í blaðamennsku hafa á slík líkindi. Framsetning ummæla viðmælenda er tekin til skoðunar í samhengi við hvernig ummæli skáldsagnapersóna eru sett fram. Einnig eru mátuð við fréttaskrifin stílfræðihugtök eins og líkindaályktanir. Enn fremur eru athuguð boðskiptaferli, eins og Roman Jakobsson skilgreinir þau og fundnar hliðstæður í sendendum og viðtakendum skáldsagna og frétta. Þá er fjallað um bæði höfunda og lesendur og þeir bornir saman í hvorum flokki fyrir sig. Hlutverk, eðli og sjálfstæði höfundar er til skoðunar svo og ritstjórnarvald blaðamanna yfir verkum sínum. Að lokum er sjónum beint að lesandanum með aðstoða kenninga viðtökufræðinnar.
Lærdómsríkt er að bera saman skáldsagnaskrif til að dýpka skilning á hvoru tveggja og undirbyggja lestur frétta með aukinni meðvitund um skáldsagnaeinkenni og framlag blaðamanns til textans. Skilningur á frásagnarþáttum skáldsagna og fréttaskrifa getur varpað nýju ljósi á innihald þeirra og um leið samtímann sem birtist ekki síður í frásagnarformgerðinni en sjálfu efninu eða söguþræðinum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gudrun Soley Gestsdottir BA-ritgerd lokautgafa.pdf | 9,82 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal 1.pdf | 1,14 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal 2.pdf | 1,94 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal 3.pdf | 6,79 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal 4.pdf | 946,41 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal 5.pdf | 512,85 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal 6.pdf | 375,9 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |