en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21472

Title: 
 • Title is in Icelandic Stærð skiptir máli. Stefnumótun íslenskra matvælaframleiðenda
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Stefnumótun er lykill að því að tryggja ákveðinn varanleika reksturs fyrirtækja og grundvöllur fyrir því hvar fyrirtæki vilja staðsetja sig og hvert þau vilja stefna. Mikilvægt þykir í rekstri fyrirtækja að allir sem að innan þess starfa, viti hvert fyrirtækið vilji stefna og hvað séu meginmarkmið þess. Því er nauðsynlegt að fyrirliggjandi sé skrifleg stefna fyrirtækisins og sýnileg starfsfólki til að allir geti róið í sömu átt.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna það, hvernig stjórnendur matvælafyrirtækja á Íslandi beita stefnumótun innan sinnar skipulagsheildar. Hver sér um mótun stefnu fyrirtækjanna og hvernig hún er framsett og gerð sýnileg fyrir starfsfólk skipulagsheildanna. Einnig mun rannsakandi meta viðhorf stjórnenda til stefnumótunarfræðanna og fá álit þeirra á því, hvenær þörfin er fyrir slíka vinnu. Eigindlegri aðferð var beitt við rannsóknina og var um hálf opin viðtöl að ræða. Viðtöl voru tekin við átta lykilstjórnendur, sem allir koma úr umfangsmiklum fyrirtækjum í hverjum geira matvælaframleiðslunnar.
  Helstu niðurstöður þess sem útskýrði notkun og notagildi stefnumótunar í matvælaiðnaði á Íslandi voru: Stærð og umfang fyrirtækja og tíðar breytingar í viðskiptaumhverfi þeirra. Ekki verður lögð fram nein alhæfing út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, en þær gáfu vísbendingar um það hvernig staðið er að stefnumótun fyrirtækja á þessum markaði í dag. Auk þess er það von rannsakanda að þær upplýsingar sem fram koma í verkefninu reynist þáttakendum nytsamlegar í komandi framtíð.

Accepted: 
 • May 12, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21472


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaskjal 4.pdf868.23 kBOpenHeildartextiPDFView/Open