is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21476

Titill: 
 • Viðhorf stjórnenda Landspítala til straumínustjórnunar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Haustið 2011 hóf Landspítali innleiðingu á aðferðafræði straumlínustjórnunar (e. lean). Alþjóðalega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company var fengið til að veita ráðgjöf og stuðning við innleiðinguna. Í upphafi var ákveðið að leggja mikla áherslu á fræðslu og þjálfun starfsmanna. Gerður var vegvísir þar sem farið var yfir stöðuna á spítalanum og mótuð var framtíðarsýn þar sem markmið með frekari umbótum við notkun straumlínustjórnunar voru kynnt.
  Notkun og vinsældir straumlínustjórnunar hafa aukist talsvert á undanförnum árum. Uppruna straumlínustjórnunar má þó rekja aftur til ársins 1894 í Japan og ársins 1913 í Bandaríkjunum. Skilgreining á hugtakinu straumlínustjórnun gengur út á að aukið sé virði fyrir viðskiptavininn með lágmarkskostnaði.
  Markmið lokaverkefnisins var að rannsaka viðhorf stjórnenda Landspítala til straumlínustjórnunar. Í upphafi voru lagðar fram eftirfarandi þrjár rannsóknarspurningar:
  -Þekkja stjórnendur Landspítala aðferðafræði straumlínustjórnunar (e. lean)?
  -Upplifa stjórnendur Landspítala að þeir hafi fengið fullnægjandi fræðslu og þjálfun í aðferðafræði straumlínustjórnunar (e. lean)?
  -Er innleiðing aðferðafræði straumlínustjórnunar (e. lean) að skila árangri að mati stjórnenda?
  Rannsóknin byggir á megindlegum aðferðum þar sem unninn var spurningalisti sem innihélt 18 spurningar og var hann lagður fyrir alla 169 stjórnendur spítalans. Svarhlutfallið var 49,1% og niðurstöðurnar benda til þess að stjórnendur þekki inn á aðferðafræði straumlínustjórnunar. Vel er staðið að fræðslu um aðferðafræði straumlínustjórnunar en bæta þarf verklega þjálfun. Heilt yfir telja stjórnendur að innleiðing á aðferðafræði straumlínustjórnunar skili árangri.

Athugasemdir: 
 • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í tvö ár.
Samþykkt: 
 • 12.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eydís Ýr Rosenkjær.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna