is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21478

Titill: 
 • Hagnaðarstjórnun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hagnaðarstjórnun fjallar um aðferðir sem visvítandi hagræða ársreikningum fyrirtækja. Þessar aðferðir eru oftar en ekki löglegar en geta einnig verið á gráu svæði lagalega séð. Oftast eru þessar aðferðir notaðar til að ná ákveðnum hagnaði sem búist er við af fyrirtæki.
  Thomas E. McKee (2005) skilgreinir hagnaðarstjórnun sem „sanngjarna og löglega ákvarðanatöku stjórnar sem er ætlað að ná og birta stöðuga og fyrirsjáanlega fjárhagslega afkomu“.
  Í gegnum árin hafa einstaklingar hins vegar gengið of langt í hagræðingu ársreikninga, þar sem þeir hafa beinlínis framið svik eða ólögmæta hagnaðarstjórnun. Hlutverk stjórnenda er að búa til, stjórna og skila hagnaði og því getur verið mikil pressa á þeim til þess að láta fjármál fyrirtækja líta betur út en þau eru í raun, hvort sem það er samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum eða ekki. Stjórnendur geta hagnast sjálfir á hagnaðarstjórnun þá aðallega vegna bónusa tengdum hagnaði eða til að koma í veg fyrir mikið tap og jafnvel gjaldþrot fyrirtækis.
  Mikið er um að fyrirtæki noti hagnaðarstjórnun en oft getur verið nær ómögulegt að taka eftir því þar sem hún er vel falin, nema lesandi fjárhagsupplýsinganna viti hvar hann á að leita. Meirihluti stjórnenda fyrirtækja hefur væntanlega ekki áhuga á því að fremja svik, en það eru til margar aðferðir við hagnaðarstjórnun sem geta hjálpað þeim að ná settum markmiðum á löglegan hátt. Stjórnandi sem er vel að sér í hagnaðarstjórnun getur þess vegna verið góður í starfi og eftirsóttur starfskraftur.

Samþykkt: 
 • 12.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri BS-ritgerð.pdf419.16 kBLokaður til...01.05.2030HeildartextiPDF