is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21480

Titill: 
  • Áskoranir peningaspils á Netinu á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Framkvæmd var könnunarrannsókn til að kortleggja peningaspil á Netinu og markaðsumhverfi nethappdrættis á Íslandi. Rannsóknin byggir á fyrirliggjandi gögnum en sú nálgun er talin henta vel þegar viðfangsefnið er tiltölulega ókannað og afla þarf gagna til að veita heildstæðari yfirsýn og þekkingu á efninu. Kveikjan að verkefninu eru fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Happdrætti Háskóla Íslands, sem felast í því að setja á laggirnar netleikjasíðu með peningaspili í samstarfi við Íslandsspil. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að greina lykilárangursþætti peningaspils á Netinu, móta skýra stefnu og setja fram raunhæft viðskiptamódel. Rannsókn þessi hefur því bæði fræðilegt og hagnýtt gildi og getur lagt grunninn að áframhaldandi rannsóknum á netspili, bæði í íslensku markaðsumhverfi og í víðara samhengi.
    Fjallað var um helstu einkenni netspila, starfsemi þeirra og lykilárangursþætti. Einnig var viðskiptamódelum gerð skil og eitt módel valið til að kynna og þróa peningaspil á Netinu. Þá voru verkfæri stefnumótunar kynnt og notið til að greina fjær- og nærumhverfi íslenska happdrættismarkaðarins. Stefnan var ákvörðuð út frá niðurstöðum þeirra greininga og þeim tækifærum og ógnunum sem starfsemin stendur frammi fyrir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé hægt að staðhæfa að íslenska netspilið muni reynast farsælt, þar sem óljóst þykir hvort það muni standist þá lykilárangursþætti sem teljast nauðsynlegir fyrir starfsemina. Greining á arðsemi viðskiptamódelsins gaf jafnframt til kynna að óvíst er hvort módelið sé hagkvæmt.
    Heilt á litið benda niðurstöðurnar til þess að áskoranirnar fyrir íslenskt peningaspil séu miklar en ekki óyfirstíganlegar. Til þess að auka líkurnar á því að netleikjasíðan nái fótfestu á markaðinum til frambúðar er lykilatriði að ná til þess markhóps sem stefnt er að. Niðurstöðurnar kalla því á frekari rannsóknir áður en lengra er haldið. Mikilvægt er að afla gagna hjá happdrættisfyrirtækjunum á Norðurlöndum svo kortleggja megi netstarfsemi þeirra, bæði undirbúning hennar, upphaf og framtíðarhorfur. Þannig má forðast fyrirsjáanlega erfiðleika og markaðsógnir um leið og reynsla nágrannaþjóðanna getur lagt grunn að farsælli netleikjasíðu hér á landi.

Athugasemdir: 
  • Ótímabundinn lokaður aðgangur að þessari ritgerð hefur verið samþykktur.
Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Peningaspil_lokaritgerð 12.maí 2015.pdf1.88 MBLokaðurHeildartextiPDF