is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21484

Titill: 
  • Lánshæfi einstaklinga: Geta einstaklingar á Íslandi nýtt sér góða lánshæfiseinkunn sér til hagsbóta?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er lánshæfi einstaklinga og þau kjör sem einstaklingar með góða lánshæfiseinkunn geta fengið á Íslandi samanborið við valin erlend lönd. Notast er við lánshæfismöt til að reikna lánshæfi einstaklinga, en í lánshæfismati kemur fram lánshæfiseinkunn þess einstaklings sem verið er að skoða. Þær breytur sem tekið er tillit til í lánshæfismati eru fengnar úr lánayfirliti einstaklinga, en þar koma fram upplýsingar sem geta haft áhrif á lánshæfi þeirra.
    Lánshæfiseinkunn einstaklings segir til um líkurnar á því að hann geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á næstu mánuðum. Við mat á lánshæfi einstaklinga er aðallega notast við tvær gerðir lánshæfismata. Annars vegar eru það almenn lánshæfismöt, sem taka tillit til lánayfirlits einstaklinga og hins vegar sérsniðin lánshæfismöt, sem leggja áherslu á viðskiptasögu lánveitanda við lántakandann. Til að gera betur grein fyrir þeim breytum sem tekið er tillit til í lánshæfismati var skoðað aðferðafræði lánshæfiseinkunnar FICO og lánshæfiseinkunnar Creditinfo. Aðferðafræði þessara einkunna sýndi fram á að þær breytur sem hafa mest áhrif á lánshæfi einstaklinga eru gjaldþrot, vanskil, innheimtuaðgerðir og skuldir.
    Skoðuð var notkun lánshæfiseinkunnar og þau kjör sem einstaklingar geta fengið á Íslandi miðað við Danmörku, Bretland og Bandaríkin og kom í ljós að talsverður munur er á notkun hennar hér á landi miðað við erlendis. Meðal annars er ekki tekið tillit til lánshæfiseinkunnar hjá tryggingarfélögum og atvinnurekendum á Íslandi en það er hins vegar gert erlendis. Jafnframt benda niðurstöður til þess að hér á landi hafi góð lánshæfiseinkunn ein og sér lítil sem engin áhrif í ákvörðunum fjármálafyrirtækja varðandi kjör á lánum og önnur fríðindi, sem einstaklingar geta fengið. Það verður til þess að minni hvati myndast fyrir einstaklinga á Íslandi til að standa skil á skuldbindingum sínum. Mælt er með því að fjármálafyrirtæki, tryggingarfélög og aðrir aðilar á íslenska markaðnum kynni sér alla þá möguleika sem lánshæfiseinkunnir hafa upp á að bjóða, bæði hvað varðar notkun einkunnarinnar á erlendum mörkuðum og þau kjör sem einstaklingar með góða lánshæfiseinkunn geta fengið.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónas Halldór Haralz BS ritgerð.pdf.pdf684.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna