is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21487

Titill: 
  • Liðið á bak við liðið. Einkenni árangursríkra þjálfarateyma í úrvalsdeild karla í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikil gróska hefur verið í íslenskri knattspyrnu síðustu árin. Uppsveifla hefur átt sér stað í íslensku deildunum, knattspyrnan er orðin betri og hraðari og íslensk knattspyrnulið standa sig betur með hverju árinu í Evrópukeppni félagsliða. Vakning meðal leikmanna og þeirra sem standa að íþróttafélögunum hefur verið í takt við þær breytingar. Hugsunarháttur leikmanna og umgjörðin í kringum knattspyrnulið í úrvalsdeild karla hefur færst æ nær því sem tíðkast erlendis. Við þjálfun félagsliðs í knattspyrnu er aðalþjálfarinn ekki einn þegar kemur að þjálfun liðsins. Það er ekki óalgengt að aðstoðarþjálfari, styrktarþjálfari, hlaupaþjálfari, markmannsþjálfari og mögulega íþróttasálfræðingur, starfi í þjálfarateymi með aðalþjálfara liðsins.
    Rannsóknin fór fram með eigindlegum viðtölum við fjóra leikmenn og fjóra þjálfara úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að forsvarsmenn íþróttafélaganna þurfa að gera nákvæma þarfagreiningu áður en þjálfarar eru ráðnir til starfa. Það þarf að liggja fyrir hvers sé ætlast af þjálfurum félagsins út frá markmiðum, sögu og hefðum félagsins með tilliti til leikmannahópsins. En til að ná góðum árangri nægir ekki að ná saman hæfileikaríkum einstaklingum. Þeir þurfa að geta unnið saman og myndað sterka liðsheild með sameiginlega sýn og markmið. Ólík hlutverk meðlima þjálfarateymisins kalla á ólíka sérþekkingu og mikilvægt er að þjálfarar innan teymisins bæti hvorn annan upp. Leikmenn eru bæði ólíkir einstaklingar og ólíkir leikmenn og því þarf þjálfarateymið að gæta mætt ólíkum þörfum þeirra á einstaklings grundvelli.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svava Björnsdóttir-prenteintak.pdf864.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna