is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21493

Titill: 
  • Mannlegur þáttur róttækra skipulagsbreytinga. Áhrif aðferða breytingastjórnunar á viðhorf starfmanna við breytingum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðskiptaumhverfi nútímans er síbreytilegt og hafa slíkar aðstæður mikil áhrif á þróun vinnumarkaðarins. Skipulagsheildir þurfa að geta fylgt eftir hröðum breytingum og gegna aðferðir breytingastjórnunar þar lykilhlutverki. Mikilvægt er að standa vel að skipulagsbreytingum frá upphafi því samkvæmt rannsóknum misheppnast breytingaferli í um 67-80% tilfella. Fræðimenn eru sammála um að breytingar hafi alltaf áhrif á starfsfólkið og því er mikilvægt fyrir stjórnendur að huga vel að mannlega þætti breytinganna þegar ráðist er í breytingar á skipulagsheildinni.
    Það vakti áhuga höfundar að taka að sér raunverkefni þar sem hægt væri að fylgjast með undirbúningi og framkvæmd róttækra breytinga hjá skipulagsheild og hvernig hugað væri að mannlegu hliðinni í ferlinu. Hátæknifyrirtækið Marel er um þessar mundir að ganga í gegnum róttækar skipulagsbreytingar sem bera nafnið Simpler Smarter Faster, en markmiðið er m.a. að sameina rekstrareiningar, hámarka framleiðslu og þjóna þörfum viðskiptavina betur. Við gerð rannsóknarinnar var notuð megindleg rannsóknaraðferð þar sem mælitækið var í formi spurningakönnunar. Könnunin var útfærð bæði á íslensku og ensku og lögð fyrir starfsmenn deildar Fiskiðnaðarseturs hjá Marel. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort Marel nýtti sér aðferðir breytingastjórnunar við innleiðingu breytinganna, ásamt því að varpa ljósi á viðhorf starfsmanna til breytinganna og kanna þau áhrif sem ferlið hefur haft á þá hingað til.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika hve mikilvægt það er fyrir fyrirtæki að huga vel að mannauðnum þegar ráðist er í róttækar skipulagsbreytingar. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var stuðst við aðferðir breytingastjórnunar að miklu leyti við skipulagsbreytingar í Marel. Telur rannsakandi að það sé ein af ástæðum þess að meirihluti starfsmanna sagðist óánægður með undirbúning og framkvæmd breytingaferlisins. Starfsmenn voru hins vegar almennt jákvæðir gagnvart tilgangi breytinganna og skildu af hverju þær væru fyrirtækinu nauðsynlegar. Að auki var mikill meirihluti starfsmanna ánægður með stuðning yfirmanns síns og bendir það til að stjórnendum Fiskiðnaðarseturs sé umhugað um að halda vel utan um starfsfólk sitt og hjálpa því í krefjandi aðstæðum í kjölfar breytinga.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21493


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mannlegur þáttur róttækra skipulagsbreytinga.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna