is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21494

Titill: 
  • Möguleg áhrif skuldaleiðréttingarinnar á verðbólgu og húsnæðisverð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru möguleg áhrif skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu á verðbólgu og húsnæðisverð. Farið er yfir ákvæði laga nr. 35/2014 um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána sem tóku gildi þann 18. maí 2014, aðdragandann að setningu þeirra og þá umræðu sem skapaðist um lögin. Fjórði kafli ritgerðarinnar er ítarleg umfjöllun um verðtrygginguna og kosti hennar og ókosti, en áður er farið yfir verðbólgu og fléttast umfjöllun um íslenska efnahagshrunið inn í þessa kafla. Að lokinni almennri fræðilegri umfjöllun um þau atriði og hugtök, sem nauðsynleg þótti til skýringar, og víðtækri umfjöllun um ofangreind lög, víkur sögunni að greiningum og spám sem áhugavert var að skoða vegna efnisins. Í sjöunda kafla er þannig farið yfir skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Analytica um þjóðhagsleg áhrif af leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og áttundi kafli fjallar um greiningu Seðlabankans á hugsanlegum efnahagslegum áhrifum aðgerða stjórnvalda til lækkunar húsnæðisskulda heimila. Níundi kafli er hugsaður sem meginkafli ritgerðarinnar og ber því heiti hennar. Að lokum eru ályktanir höfundar og efni ritgerðarinnar dregið saman og niðurstöður kynntar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð MS Robbi lokaeintak.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna