is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21496

Titill: 
 • Farsæld og frelsi. Reynsla hjóna af starfslokum
 • Titill er á ensku Success and freedom. Couples experience after retirement
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir sýna að starfslok marka þáttaskil í lífi fólks og hafa í för með sér breytingar af ýmsum toga. Áhrif starfsloka á hjón og hjónaband hefur lítið verið rannsakað enn sem komið er. Lýðfræðilegir þættir hafa fengið meiri athygli eins og heilsufar, fjármál, hjúskaparstaða og hreyfing.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu hjóna af starfslokum og áhrifum starfslokanna á hjónabandið. Valin var eigindleg rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði sem er ætlað að auka þekkingu og dýpka skilning á mannlegum fyrirbærum. Tekin voru viðtöl við fimm hjón á aldrinum 67-75 ára sem hætt voru störfum á vinnumarkaði og að lágmarki voru tvö ár liðin frá starfslokum þeirra beggja. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að starfslok höfðu í för með sér margvísleg áhrif á hjónin og þeim var skipt í eftirfarandi þrjú megin þemu, þ.e. 1) Einstaklingurinn, þar sem fram kemur persónuleg reynsla hvers og eins af starfslokunum sem birtist í sjálfsmynd, sjálfstæði, undirbúningi starfslokanna og frelsi við starfslokin. 2) Hjónabandið sem lýsir aðstæðum og breytingum sem verða í hjónabandinu og felst í samvinnu, samveru, vináttu, virðingu og trausti. 3) Öryggi sem sýnir samspil hjónanna gagnvart utanaðkomandi áhrifaþáttum svo sem fjölskyldu, vinum, fjármálum og heilsufari. Megin niðurstaða rannsóknarinnar bendir til að starfslok hjóna séu ekki sameiginleg eintóna vegferð heldur samleið tveggja ólíkra einstaklinga í hjónabandi. Samspil einstaklinganna, undir áhrifum frá umhverfinu leggur grunninn að farsæld og frelsi í hjónabandinu og ákvarðar þau lífsgæði sem hjónin búa við eftir starfslokin.
  Mikilvægt er að fagaðilar sem starfa með eldra fólki geri sér grein fyrir því að heildræn vinna með fjölskyldum getur verið lykilþáttur í meðferð einstaklinga og haft mikið að segja hvað varðar lífsgæði hjá þeim einstaklingi sem þjónustan er veitt hverju sinni.
  Lykilorð: Starfslok, hjón, hjónaband, undirbúningur starfsloka.

 • Útdráttur er á ensku

  Research show that retirement will mark a new turning point in the lives of senior citizens and will bring about substantial changes. The effects of retirement on couples and marriages have not been studied whilst other demographic factors such as health, finance, marital status and physical activity have gained more attention.
  The purpose of this study was to examine the spouses’ experiences of retirement and its potential impact on the marriage. The research method is qualitative, phenomenological method known as the Vancouver School of doing Phenomenology. Five couples were interviewed separately, ten individuals in all; aged 67-75 who have all retired. Minimum time lapse from point of retirement for both spouses was set at two years.
  The results of this research suggest that retirement entails numerous effects on the couple, hereby presented and divided into three main themes: 1) Individual stating a personal experience of retirement and is displayed in the self-image, independence and preparations for retirement and freedom of having been retired. 2) Marriage that reflects its condition and changes in regards to cooperation, solidarity, friendship, respect and trust. 3) Security illustrates the couple’s interaction with external influences such as family, friends, finances and health. The main results indicate that this journey of retiring from work is not a joint one but a juxtaposed trip made by two independent individuals. The interaction between individuals, influenced by the environment, lays the foundation to success and freedom within the marriage and determines the quality of life that couples experience after retirement.
  A key component in the treatment of individuals and one that may have a major impact in terms of enhancing the individual´s quality of life post-retirement, is family work. Thus, it is of great importance to augment the awareness of this key factor amongst professionals participating in elderly care.
  Key words: Retirement, couple, marriage, preparation of retirement.

Samþykkt: 
 • 13.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Farsæld og frelsi. Reynsla hjóna af starfslokum.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna