is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21497

Titill: 
 • Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum: Viðhorf hjúkrunarfræði- og ljósmæðranema til notkunar á appi í klínískum aðstæðum
 • Titill er á ensku Violence against women in intimate relationships: Attitude of nursing and midwifery students towards the usage of app in clinical settings
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á Íslandi hafa um 22% kvenna verið beittar ofbeldi í nánum samböndum en konur sem beittar hafa verið ofbeldi eru líklegri til að þróa með sér ýmis konar líkamleg og sálræn vandamál. Hjúkrunarfræðingar eru í fyrirtaks stöðu til að skima fyrir ofbeldi gegn konum og til þess að efla hjúkrunarfræðinga í starfi er mikilvægt að upplýsingar um fyrstu viðbrögð séu aðgengilegar.
  Markmið þessarar ritgerðar var að fjalla um ofbeldi í nánum samböndum með áherslu á hlutverk hjúkrunarfræðinga. Auk þess var ætlunarverkið að gera upplýsingar um kembileit, auðkenningu og fyrstu viðbrögð við ofbeldi gegn konum aðgengilegri með því að hanna app.
  Gerð var forprófun til að kanna viðhorf hjúkrunarfræði- og ljósmæðranema til notkunar á appinu í klíník. Spurningarlisti með lokuðum og opnum spurningum var lagður rafrænt fyrir þriðja og fjórða árs hjúkrunarfræðinema og fyrsta og annars árs ljósmæðranema við Háskóla Íslands. Þátttakendur voru alls 84 (53,5% svarhlutfall), þar af 83 konur og 1 karl. Þátttakendur voru á aldrinum 22-50 ára en meðalaldur var 28,1 ár. Gögnum var safnað á tímabilinu 23. mars til 8. apríl 2015.
  Niðurstöður forprófunarinnar leiddu í ljós að þátttakendur voru almennt mjög jákvæðir gagnvart notkun appsins í klíník og flestir álitu það aðgengilegt, skiljanlegt, hjálplegt og gagnlegt. Út frá svörun opnu spurninganna voru þrjú þemu greind en þau voru eftirfarandi: kærkomin viðbót, leiðir mann áfram og tæknilegar úrbætur.
  Út frá þessum niðurstöðum mætti draga þær ályktanir að grundvöllur sé fyrir því að nota appið í klíník. Eins er hugsanlegt að appið geti nýst í kennslu til að veita nemendum þjálfun í að skima fyrir ofbeldi og þar með gæti grunnurinn verið lagður að betri skimun meðal hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Þó er þörf á frekari rannsóknum á viðhorfi hjúkrunarfræðinga til notkunar á appi í klíník auk þess sem þróa þyrfti starfsvettvang sem styður betur við notkun á appi.

 • Útdráttur er á ensku

  22% of women in Iceland have been victims of violence in intimate relationships. Those women are more likely to develop various kinds of physical and psychological problems. Registered nurses are in a good position to screen for violence against women and it‘s vital to supply them with the tools they need to provide an initial response to patients.
  The aim of this paper was to discuss the violence in intimate relationships with a focus on the role of nurses. In addition, the aim was to make information about the screening process, identification and initial response to violence against women accessible by designing an app.
  A pilot study was conducted to explore the viewpoints of nursing and midwifery students towards using an app in a clinical setting. A questionnaire with closed and open questions was administered electronically for third and fourth year nursing and first and second year of midwifery students at the University of Iceland. The study included 84 participants (83 female and 1 male) and had a response rate of 53.5%. Participants were aged 22-50 years old, mean age was 28.1 years. Data was collected from March 23rd to April 8th 2015.
  Results revealed that participants were generally very positive about the use of app in a clinical setting and most felt that the app was accessible, understandable, helpful and useful. From open response questions, three themes were identified from participants that included a welcome addition, a tool that leads you forward, and many also gave notes on how to improve the app with technical feedback.
  The results indicate the app is a useful tool for nurses in a clinical setting for screening against violence. Furthermore, the app can also be used as a training tool for nursing and midwifery students in screening against violence and may lay a foundation for a more thorough screening process of nurses in the future. The need for further research on this topic is necessary and further developments of the app are also important.

Samþykkt: 
 • 13.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna