is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21499

Titill: 
  • Hlutdeild einkenna áráttu- og þráhyggjuröskunar í vanlíðan kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hærri tíðni áráttu- og þráhyggjuröskunar meðal kvenna við barneign en almennt má búast við á hverjum tíma, hefur verið skýrð með vísun í hugrænar kenningar. Hafi konur ógagnleg viðhorf er líklegra að þær mistúlki annars algengar uppáþrengjandi hugsanir um að skaða barn sitt. Þráhugsanir af þessu tagi leiða til mikillar vanlíðunar og þróunar áráttu- og þráhyggjuröskunar. Rannsóknin var unnin upp úr gögnum rannsóknarinnar Geðheilsa kvenna og barneignir og náði til 2525 kvenna sem áttu börn á Íslandi árin 2006–2012. Greiningarviðtöl voru tekin við 575 konur á meðgöngu og 465 konur eftir barnsburð, ógagnleg viðhorf voru mæld á 16. viku meðgöngu, mælingar á þunglyndiseinkennum og vanlíðan fóru fram 20 vikum eftir barnsburð. Niðurstöðurnar sýndu að tíðni áráttu- og þráhyggjuröskunar á meðgöngu (8,2%) og eftir barnsburð (8%) var hærri en það sem almennt má búast við á hverjum tíma. Konur sem höfðu ógagnleg viðhorf voru oftar með áráttu- og þráhyggjuröskun eftir barnsburð en þær sem ekki höfðu slík viðhorf. Mæður sem höfðu þráhyggju voru með alvarlegri einkenni þunglyndis og vanlíðunar en mæður sem ekki höfðu þráhyggju. Mikil þörf er á vitundarvakningu, bæði meðal heilbrigðisstarfsfólks og fólks almennt, um eðli og algengi þráhugsana eftir barnsburð. Mikilvægt er að veita fyrirbyggjandi fræðslu á meðgöngu en þannig má hugsanlega draga úr hættunni á að konur festist í vítahring eigin hugsana sem einkennir áráttu- og þráhyggjuröskun við barneign.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjana Þórarinsdóttir.pdf472.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna