is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21502

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð : líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum
  • Þekkir þú einkennin? : líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari greinagerð er fjallað um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum af hendi foreldra. Markmiðið er fyrst og fremst að sýna þau áhrif sem líkamlegt ofbeldi hefur á börn og þær afleiðingar sem ofbeldið getur haft í för með sér. Fjallað er um líkamlegt ofbeldi í alþjóðlegu samhengi og viðhorf til ofbeldis á Íslandi. Hugtakið líkamlegt ofbeldi er skilgreint auk þess sem fjallað er um einkenni og helstu áhættuþætti bæði hjá börnum og foreldrum. Leitast er eftir að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum? Hver eru einkenni og afleiðingar líkamlegs ofbeldis? Hvaða úrræði standa börnum til boða sem eru beitt ofbeldi? Niðurstöður benda til þess að líkamlegt ofbeldi getur valdið barninu líkamlegum og sálrænum skaða og börn sem verða fyrir ofbeldi í æsku geta þróað með sér áhættuþætti og áhættuhegðun síðar meir á ævinni. Úrræði virðast vera af skornum skammti fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra sinna eða búa við heimilisofbeldi en flest úrræði sem tengjast þolendum, eru miðuð við að barn búi ekki lengur við ofbeldið. Ljóst er að fleiri úrræði þurfa að vera í boði fyrir börn sem sæta ofbeldi á heimilum sínum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lengi býr að fyrstu gerð.pdf412.15 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Þekkir þú einkennin.pdf210.06 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna