is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21503

Titill: 
  • Leikur í námi : gildi leikrænna aðferða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er sjónum beint að nemendum með sértæka námsörðugleika, og einnig að leikrænni tjáningu í námi. Stuðst er að mestu við heimildir sem aflað var úr bókum, fræðiritum og rannsóknum á viðfangsefninu. Lagt var upp með rannsóknarspurningarnar: Hvert er gildi leikrænnar tjáningar í kennslu? og Hvaða áhrif hefur leikræn tjáning á nemendur með námsörðugleika? Sértækir námsörðugleikar eru sagðir orsakast af taugafræðilegum og líffræðilegum orsökum. Nemendur með sértæka námsörðugleika eiga í erfiðleikum með einhverja af grunnþáttum náms, lestur, ritun og stærðfræði. Þá hættir þeim til að sýna einkenni þunglyndis, hafa lágt sjálfsmat og skort á félagsfærni. Með æfingum leikrænnar tjáningar sem kennsluaðferð gefst færi á að dýpka skilning nemenda á námsefni. Þar er meðal annars byggt á mikilli samvinnu sem eflir nemendur í samskiptum. Rannsóknir hafa bent til þess að notkun leikrænnar tjáningar í kennslu hafi góð áhrif á nemendur með sértæka námsörðugleika. Sökum fátæktar á sviði íslenskra rannsókna á gildi leikrænnar tjáningar fyrir nemendur með námsörðugleika væri áhugavert að gera frekari rannsóknir á því efni í íslenskum skólum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Lokaverkefni_Steinunn_Bára_Ægisdóttir.pdf796.79 kBOpinnPDFSkoða/Opna