is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21508

Titill: 
 • Áhrif lyfsins Fampyra á göngugetu fólks með Multiple Sclerosis
 • Titill er á ensku The effect of Fampyra on gait function in people with Multiple Sclerosis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Multiple sclerosis eða MS-sjúkdómurinn er bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu sem veldur eyðileggingu á mýlisslíðri sem liggur utan um taugafrumur miðtaugakerfisins. Þessar skemmdir valda því að taugafrumur ná ekki að starfa eðlilega. Ein af afleiðingum MS-sjúkdómsins er skert göngugeta, en skert göngugeta getur haft mikil áhrif á líf einstaklinga með MS.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif lyfsins Fampyra á göngugetu fólks með MS og sjá hve hátt hlutfall þeirra sem fá að prófa lyfið geta haldið lyfjameðferð áfram.
  Aðferð: Þátttakendur voru fjörtíu og einn einstaklingar með MS en unnið var úr gögnum sem til voru í sjúkraskrárkerfi Landspítala háskólasjúkrahús. Notast var við mælingar á Timed 25-Foot Walk (T25FW) og 12-item multiple sclerosis walking scale (MSWS-12) gönguprófunum.
  Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að marktækur munur var á gönguhraða á T25FW gönguprófinu fyrir og eftir lyfjameðferð (p<0,001). Meðaltalsaukning gönguhraða á T25FW gönguprófinu var um 22%. Niðurstöður sýndu einnig að marktækur munur var á stigagjöf á MSWS-12 gönguprófinu fyrir og eftir lyfjameðferð (p<0,001). Lækkun stigafjölda á MSWS-12 gönguprófinu var að meðaltali um 11,4 stig. Átján þátttakendur (43,9%) héldu lyfjameðferð áfram eftir að mælingum lauk og sextán þátttakendur (39%) gerðu það ekki. Óvíst var hvort að sjö (17,1%) þátttakendur héldu lyfjameðferð áfram.
  Ályktun: Niðurstöðurnar rannsóknarinnar benda til að lyfið Fampyra hafi jákvæð áhrif á göngugetu fólks með MS.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Multiple sclerosis or MS is an inflammatory disease that affects the central nervous system resulting in the destruction of myelin sheaths which surrounds the neurons. This damage interferes with the neurons ability to function normally. This can result in impaired gait function which can have a major impact on the lives of individuals with MS.
  Purpose: The purpose of this study was to examine the effect of Fampyra on gait function in people with MS and to see how many of those who tried the drug could continue drug therapy.
  Method: Data from forty-one individuals with MS was used in this study. The data was obtained from medical records from The National University Hospital of Iceland. Results from the Timed 25-Foot Walk (T25FW) and 12-item multiple sclerosis walking scale (MSWS-12) where used.
  Results: The results showed a significant difference in walking speed in the T25FW before and after treatment (p <0.001). The average improvement in walking speed was 22%. Results also demonstrated a significant difference in MSWS-12 scores before and after treatment (p <0.001). The average improvement in MSWS-12 was 11.4 points. Eighteen individuals (43.9%) continued treatment after the study period and sixteen individuals (39%) did not. It is uncertain whether the remaining seven individuals (17.1%) continued treatment.
  Conclusion: The results of this study indicate that the drug Fampyra has a positive effect on gait function in people with MS.

Samþykkt: 
 • 13.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21508


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc..pdf2.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna