is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21514

Titill: 
  • Áhættuþættir og ávinningur við hlaup með mismunandi lendingarmynstri
  • Titill er á ensku The risks and benefits of running with different landing patterns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meiðslatíðni langhlaupara er enn mjög há þrátt fyrir mikla þróun á skóbúnaði síðustu áratugi. Rannsóknir á hlaupameiðslum og áhættuþáttum hafa að mestu einblínt á mismunandi skóbúnað en tekið minna tillit til lendingarmynstursins. Tilgangur þessarar kerfisbundnu samantektar er því að bera saman niðurstöður rannsókna sem skoða áhrif mismunandi lendingarmynsturs á hlaup og reyna að varpa frekara ljósi á áhrif lendingarmynsturs á lífaflfræðilega þætti og meiðslatíðni við hlaup. Tveir gagnagrunnar voru notaðir við kerfisbundna leit að rannsóknum sem skoðuðu áhrif þess að hlaupa með mismunandi lendingarmynstri. Af 25 greinum sem fundust við kerfisbundna leit birtu 15 greinar niðurstöður um áhrif lendingarmynsturs á gagnkraft jarðar við hlaup, 16 greinar birtu niðurstöður um staðsetningu álags eftir lendingarmynstri og 2 greinar skoðuðu meiðslatíðni með tilliti til lendingarmynsturs.
    Helstu niðurstöður þessarar kerfisbundnu samantektar eru að hlauparar sem lenda með hællendingu uppskera marktækt hærri gagnkraft frá jörðu við lendingu og hærri álagsaukningu á þessum gagnkrafti miðað við ef hlaupið er með miðfótar- eða tábergslendingu en þessir þættir hafa verið tengdir við algeng hlaupameiðsli. Hins vegar er sett aukið álag á kálfavöðva, ökklalið og hásin við hlaup með tábergslendingu miðað við ef hlaupið er með hællendingu. Nauðsynlegt er að sjúkraþjálfarar þekki áhættuþætti og ávinning þess að hlaupa með mismunandi lendingarmynstri til að geta veitt skilvirka meðferð í endurhæfingu einstaklinga sem verða fyrir álagsmeiðslum við hlaup og faglega ráðgjöf til hlaupara um kosti og galla þess að hlaupa með mismunandi lendingarmynstri.

Samþykkt: 
  • 15.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhættuþættir og ávinningur við hlaup með mismunandi lendingarmynstri.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna