is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21516

Titill: 
 • Tíðni illkynja sjúkdóma hjá sjúklingum með ígrætt nýra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Ígræðsla nýra er kjörmeðferð við lokastigs nýrnabilun. Nýraþegar þurfa að gangast undir ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir ígræðslu. Þekkt er að sjúklingar á ónæmisbælandi lyfjum eru í aukinni áhættu á að fá krabbamein og ýmsar sýkingar. Þar ber hæst að nefna húðkrabbamein önnur en sortuæxli (NMSC) sem og veirutengd krabbamein. Ónæmisbælandi lyfjameðferð nýraþega hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum áratugum. Talsverð öflug lyf sem hafa lækkað tíðni bráðra hafnana á nýra eru komin á markað. Með öflugri lyfjum eykst hins vegar hættan á því að ónæmisbæla sjúkling um of. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni illkynja sjúkdóma hjá íslenskum nýraþegum.
  Efniviður og aðferðir: Lýðgrunduð afturskyggn rannsókn sem tók til allra íslenskra nýraþega frá upphafi eða árin 1970-2015. Upplýsingum um íslenska nýraþega var aflað frá gagnagrunnum Íslensku Nýrnabilunarskrárinnar og Scandiatransplant. Sá listi var samkeyrður við Krabbameinsskrá og borin kennsl á alla þá nýraþega sem fengið höfðu illkynja sjúkdóm. Stöðluð nýgengitíðni krabbameina hjá íslenskum nýraþegum var reiknuð út og borin saman við almennt þýði. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier.
  Niðurstöður: Af 232 nýraþegum fengu 43 illkynja sjúkdóm á rannsóknartímabilinu. Staðlað nýgengihlutfall (SIR) allra krabbameina samanborið við almennt þýði var 4,08 (2,95-5,49) þar af var SIR fyrir NMSC 63,16 (40,46-93,97). Fyrir öll krabbamein utan NMSC var SIR 1,87 (1,13-2,92). Fyrir non-Hodgkins eitilæxli var SIR 11,54 (2,38-33,72) og fyrir krabbamein í vör var SIR 61,22 (12,63-178,92). Við lifunarútreikninga sást að fyrir tímabilið 1995-2015 var tölfræðilega marktækt verri lifun hjá þeim nýraþegum sem fengu æxli samanborið við þá sem ekki fengu æxli.
  Ályktanir: Lifun þeirra sem fá æxli er verri en þeirra sem ekki fá æxli. Staðlað nýgengihlutfall krabbameina hjá íslenskum nýraþegum er aukið samanborið við almennt þýði. Sérstaklega er aukin áhætta á NMSC, krabbameini í vör og non-Hodgkins eitilæxlum. Þrátt fyrir tiltölulega fámennt þýði samrýmist tíðniaukningin á krabbameinum hjá íslenskum nýraþegum því sem erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á.

Samþykkt: 
 • 15.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-final2.pdf920.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna