is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21518

Titill: 
  • Geymdar eða gleymdar gersemar? Varðveisla á íslensku sjónvarpsefni og tengsl þess við menningararf
  • Titill er á ensku Stored or Forgotten Treasures? Preservation of Icelandic Television Material and its Connection with Cultural Heritage
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að komast að því hvernig staðið væri að varðveislu á íslensku sjónvarpsefni og skoða samband varðveislu sjónvarpsefnis við menningararf. Þá var skoðuð hugmyndafræði er snýr að menningararfi og reynt að skilgreina það hugtak. Notuð var eigindleg aðferðafræði við rannsóknina og opin djúpviðtöl tekin við sex einstaklinga. Allir viðmælendur tengdust varðveislu á íslensku sjónvarpsefni á einhvern hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að almennt væri varðveisla á íslensku sjónvarpsefni í sæmilegum málum. RÚV bar af innan sjónvarpsstöðvanna og hefur það fram yfir einkastöðvarnar að vera rekin af opinberum aðilum og fylgja því ákveðnum lögum er varða ríkisfyrirtæki. Varðveislu hjá einkasjónvarpsstöðvunum var ábótavant og þá sérstaklega geymsluaðstæðum. Grunnvarðveisla var á efni Skjásins og 365 Miðla, N4 geymdi efni sitt. Kvikmyndasafn Íslands er skilasafn fyrir íslenskt sjónvarpsefni og sinnti því upp að ákveðnu marki. Þemað hjá öllum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem rannsóknin sneri að, var skortur á fjármagni og starfsfólki. Þá kom í ljós að hugtakið menningararfur væri gríðarlega opið til túlkunar og væri því hvorki fugl né fiskur. Því þætti ekki nægilegt að láta aðeins það hugtak standa í lögum um skylduskil til safna nr. 20/2002. Sjónvarpsefni væri einnig ennþá að berjast við þá hugmyndafræði að það væri hluti af poppmenningu og því lágt í stigveldistiga þess sem taldist „góð“ menning. Sú hugmyndafræði stæði jafnvel í vegi fyrir því að staða varðveislu á sjónvarpsefni á Íslandi væri nægilega góð og næði ekki þeim hugmyndum sem UNESCO setur upp fyrir varðveislu á hljóð-og myndmiðlum.

Samþykkt: 
  • 15.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf937.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna