is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21525

Titill: 
  • Afritafjöldabreytingar í eggjastokkakrabbameinum
Útdráttur: 
  • Krabbameinsfrumur verða oft til við það að eintakafjöldi ákveðinna gena í líkamsfrumum margfaldast og endurröðun verður milli þeirra. Oft er valið fyrir þeim stökkbreytingum sem ýta undir vöxt krabbameina og framvindu þeirra. Með því að finna staðsetningu slíkra afritafjöldabreytinga (e. copy number variations) er hægt að finna mikilvæg krabbameinsgen, það er æxlis- og æxlisbæligen. Til að bera kennsl á þessar breytingar og kanna undirliggjandi gen voru genamengi tíu sjúklinga með eggjastokkakrabbamein borin saman með hjálp þáttapörunar við örflögur (e. array comparative genomic hybridization (aCGH)). Æxlissýnin voru af þremur gerðum, þ.e. jaðaræxli (e. boarderline) og illkynja æxli þar sem sjúklingur var annað hvort BRCA2 arfberi eða ekki. Svæði sem innihéldu stórar afritafjöldabreytingar (e. copy number variations) voru skoðuð ásamt svæðum þar sem breytingar voru í meira en þremur af tíu sýnum. Svæðin voru borin saman við genabanka með hjálp Genome Browser til að finna gen innan þeirra og sérstaklega voru áður þekkt æxlis- og æxlisbæligen athuguð. Niðurstöður sýndu að meira var af litningsbrotum í illkynja æxlunum en í jaðaræxlunum. Á þeim svæðum sem voru með úrfellingar eða margfaldanir í meira en 30 % sýnanna fundust nokkur áður þekkt æxlis- og æxlisbæligen.

Samþykkt: 
  • 15.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð yfirfarin 14. maí.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna