is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21526

Titill: 
  • Gigtráður: Klínískt líkan hefur forspárgildi í mælingu sjálfsofnæmismótefna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Fjölkerfabandvefssjúkdómar eru flokkur sjúkdóma af sjálfsofnæmisuppruna
    með fjölbreytilega sjúkdómsmynd. Meðal þeirra teljast iktsýki, rauðir úlfar, heilkenni Sjögrens, fjölvöðvabólga/húð- og vöðvabólga og herslismein. Sammerkt eiga þeir mörg einkenni á borð við liðbólgur sem skerða lífsgæði en þeir geta einnig birst í bráðari mynd og haft sem fylgikvilla ýmist lífshættulegt ástand, svo sem sterkjulíki, lungnatrefjun og nýrnabilun. Meðferð og greiningu hefur fleygt fram með tilkomu sjúkdómsbreytandi lyfja og aukinni notkun líftækni jafnt við greiningu og lyfjameðferð, sem undirstrikar mikilvægi þess að greina sjúkdómana sem allra fyrst. Klínísk ákvarðanakerfi eru stafræn kerfi sem ætlað er að styðja við ákvarðanatöku heilbrigðisstarfsfólks. Við smíði slíkra kerfa má m.a. notast við líkinda- og tölfræðilegar aðferðir.
    Markmið: Markmið eru að þróa og sannreyna Gigtráð, hugbúnað til heildræns mats á bandvefs- og gigtarsjúkdómum. Bæta skal við viðmót Gigtráðs og þróa til að gera sjúklingum sem léttast að svara spurningunum. Niðurstöðurnar skulu nýtast til þess að þróa áfram líkan sem býr að baki útreikningum Gigtráðs. Prófa skal hvort útreikningar Gigtráðs sýni samband við útkomur út mótefnamælingum.
    Efni og aðferðir: 317 sjúklingar sem höfðu fengið tilvísun í sjálfsofnæmismótefnamælingar fengu sent bréf með ósk um þátttöku. Náðist í 154 í síma en 87 luku þátttöku. Mótefnamælingar sem litið var til voru RF, CCP og ANA ásamt undirflokkum. Líkanið sem liggur að baki Gigtráði hefur verið í þróun frá árinu 2010, m.a. með hliðsjón af útgefnum flokkunarskilmerkjum fyrir iktsýki, rauða úlfa, Sjögrens-heilkenni, æðabólgur, fjölvöðvabólgu/húð- og vöðvabólgu, fjölvöðvabólgu, hryggikt og vefjagigt. Notast var við hefðbundnar tölfræðilegar aðferðir til að prófa og lýsa tengslum ásamt ROC-myndum.
    Niðurstöður: Engir sjúklingar með jákvæð sjálfsofnæmismótefni fengu undir 7, sem var neðra viðmiðunarmark. Aðeins sást marktækt samband milli mats Gigtráðs og mótefnamælinga þegar búið var að leiðrétta fyrir mati á vefjagigt en marktækni náðist ekki þegar flokkað var eftir fyrirfram ákveðnum flokkum. Notendur viðmóts Gigtráðs álitu heldur að of fáar spurningar væru en of margar og flestum fannst mjög auðvelt eða heldur auðvelt að nota það.
    Umræða: Samband er milli mats Gigtráðs og hlutlægra þátta gigtarsjúkdóma innan þessa þýðis. Í þessu þýði gefa bæði flokkunarmörkin helst til mikið næmi og takmarkað sértæki, sem er möguleg ástæða þess að marktækni næst ekki fyrir sambandinu þegar horft er á matið sem flokkabreytu eftir þeim mörkum sem skilgreind voru fyrir verkefnið. Niðurstöður sýna skýrt þá mynd að vefjagigt er stór blöndunarþáttur í klínískri forspá sjálfsofnæmis. Almennt eru notendur jákvæðir fyrir notkun Gigtráðs.

Samþykkt: 
  • 15.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EinarAxelHelgasonBS.pdf1,56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna