is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21528

Titill: 
 • Lifun brjóstakrabbameinsfruma úr grófnálarsýnum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi og nýgengi þess fer sífellt hækkandi. Með bættri meðferð hefur dánartíðni minnkað en á sama tíma er leitast við að auka lífsgæði kvenna sem greinast og þurfa að gangast undir meðferð. Stundum er beitt krabbameinslyfjameðferð fyrir skurðaðgerð (neoadjuvant) í þeim tilgangi að minnka æxlin og gera óskurðtæk æxli skurðtæk. Fyrir vikið er í mörgum tilfellum hægt að fjarlægja minna af brjóstvef og framkvæma fleygskurð í stað brjóstnáms. Fyrir slíka lyfjameðferð gæti verið heppilegt að hafa aðferðir til að finna rétta lyfið eða lyfin sem gera meðferðina árangursríka. Lyfjanæmispróf ein ein slíkra aðferða en með grófnálarsýnum úr brjóstaæxli má gera slíkt próf. Vandinn er þó að þessi sýni eru oft frumufá og viðkvæm. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort gera mætti lyfjanæmispróf á grófnálarsýnum með þeim undirmarkmiðum að reyna að auka lifun frumanna og að aðlaga lyfjanæmisprófið að frumufæðinni.
  Aðferð
  Sýni voru tekin á tímabilinu frá 23. febrúar til 29. apríl 2015. Grófnálarsýni voru tekin úr brjóstum eða fleygum sem fjarlægð höfðu verið í aðgerðum á Landspítala. Unnið var með þrjá mismunandi flutningsvökva til að flytja sýnin, kollagenasa, phosphate buffered saline(PBS) og transfer medium(TM). Flöskurnar með sýnunum voru fluttar á rannsóknarstofu og öll sýni melt í kollagenasa í sólarhring. Að sólarhring liðnum voru frumurnar í sýnunum taldar og ef nægjanlegt magn var til staðar var lyfjanæmispróf framkvæmt og var þá miðað við 150.000 frumur að lágmarki fyrir prófun á einu lyfi. Notast var við fjögur lyf, epidoxorúbisín (Epirubicin®), trastuzumab (Herceptin®), paclítaxel og vinorelbín.
  Niðurstöður
  Á rannsóknartímabilinu var hlutfallsleg lifun í vökvunum þremur á bilinu 7,1% fyrir PBS og upp í 10% fyrir kollagenasa. Meðal heildarfjöldi lifandi fruma í kollagenasa var 293.118, í PBS var 430.420 og 190.820 í TM. Fimm lyfjanæmispróf á fjórum sýnum voru framkvæmd. Ekkert þeirra hafði marktækar niðurstöður.
  Ályktanir
  Ljóst er að aðferðin sem notast var við bar ekki tilætlaðan árangur. Ónógur fjöldi fruma var í hverjum brunni og því ljóst fyrir framhaldsrannsóknir að fjölga þarf frumum í hverjum brunni. Ljóst er að kollagenasa sýni og PBS sýni innihalda oftar nægt magn fruma fyrir lyfjanæmispróf heldur en TM sýnin og eru það mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsrannsóknir. Þar sem ekki fengust niðurstöður úr lyfjanæmisprófum er ekki hægt að fullyrða að aðlögunin í brunnafjölda lyfjanæmisprófa sé fullnægjandi. Frekari rannsóknir þarf til staðfestingar. Með fleiri rannsóknum verður mögulega hægt að innleiða lyfjanæmispróf í klíníska notkun við val á bestu lyfjum fyrir hvern sjúkling.

Samþykkt: 
 • 15.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArnaBSritgerd.pdf869.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna