is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21529

Titill: 
 • Ákvarðast lyfjanæmi í BRCA1 vanvirkum frumulínum af TP53 stökkbreytingum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna í heiminum í dag. Því er mikilvægt að skilja hvaða áhrif stökkbreytingar og tjáning próteina hafa á lyfjanæmi brjóstakrabbameins. BRCA1 og TP53 stökkbreytingar eru algengar í brjóstakrabbameinum og óstökkbreytt gegna þau bæði hlutverki við svörun og villulausa viðgerð tvíþátta brota DNA, t.d. vegna frumudrepandi krabbameinslyfja. ATM kínasinn gegnir lykilhlutverki við miðlun viðgerðar DNA-brota og fosforýlerar bæði BRCA1 og TP53 próteinin. Virkjun TP53 gegnum fosfórýleringu fyrir tilstilli ATM kínasa færir svar við DNA skemmdum frá stöðvun á frumuhring yfir í stýrðan frumudauða. Við bælingu ATM kínasa í TP53 vanvirkum frumulínum virðast þær verða næmari fyrir DNA skemmdum, t.d. vegna krabbameinslyfja.
  Markmið rannsóknarinnar voru annars vegar að ákvarða hvort að næmi fyrir frumudrepandi lyfjameðferð í BRCA1 vanvirkum frumum sé háð stökkbreytingum í TP53 geni og hins vegar að ákvarða hvort að ATM hindrun eykur næmi fyrir frumudrepandi lyfjum í viðurvist TP53 stökkbreytinga.
  Efni og aðferðir: Notast var við 5 frumulínur, MDA-MB-436, MDA-MB-134-VI, HCC38, HCC1937 og UACC-3199. Þar af eru þrjár með metýlerað stýrilsvæði BRCA1 og tvær með óvirkjandi stökkbreytingu BRCA1, jafnframt eru þrjár með óvirkjandi stökkbreytingu í TP53, ein með villigerð TP53 og ein óþekkt m.t.t. TP53. Frumum var sáð á 96 holu bakka og lyfjunum doxórúbicíni, 5-flúoróúracíl og ATM hindranum KU60019 bætt við, bæði einum og sér og í lyfjablöndum annars vegar doxórúbicíns og KU60019 og hins vegar 5-flúoróúracíl og KU60019. Magn lifandi frumna var metið með MTT litunarprófi. MTT kristallar leystir upp í DMSO leysi og ljósmælt. Lifunarkúrfur teiknaðar upp í Graphpad Prism með ólínulegu falli á lógarithmískum skala. IC50 gildi metin í Graphpad Prism og reiknuð með línulegu falli í Excel. Punktarit teiknuð upp í tölfræðiforritinu R.
  Niðurstöður: Lyfjanæmi fyrir doxórúbicíni, einungis HCC1937 hefur mun minna næmi en aðrar frumulínur (IC50 =1,58-2,62 µM). Lyfjanæmi fyrir 5-flúoróúracíl, einungis UACC-3199 og HCC1937 eru næmar að einhverju leiti ((IC50(UACC-3199) = 34,17-56,13 µM, IC50(HCC1937)= 65,11 – 476,11 µM)) . Lyfjanæmi fyrir KU60019, allar frumulínur sýna svörun, en næmust frumulínanna er HCC38 (IC50 = 6,53-8,04 µM). Næmi fyrir frumudrepandi lyfjum virtist ekki aukast eftir hindrun ATM kínasa með KU60019. Aftur á móti gæti mótvirkni verið til staðar milli ATM hindra og 5-flúoróúracíl í HCC38 og UACC-3199 frumulínunum.
  Ályktanir: TP53 stökkbreytingar virðast ekki segja til um lyfjanæmi BRCA1 óvirkjaðra frumulína einar og sér heldur spila þar fleiri þættir hlutverk. BRCA1 óvirkjun gæti aukið lyfjanæmi fyrir doxórúbicíni, en rannsóknum ber ekki saman um áhrif þess, svo ekki er hægt að fullyrða að aðrir þættir beri ekki ábyrgð á næmi frumulínanna fyrir doxórúbicíni. ATM hindrun með KU60019 eykur ekki lyfjanæmi í BRCA1 óvirkjuðum frumum í rannsókninni, hugsanlega vegna þess að samspil þess og frumudrepandi lyfja virðist vera bæði skammta og tímaháð.

Samþykkt: 
 • 15.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð - Sæþór Pétur Kjartansson.pdf944.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna