is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21530

Titill: 
 • Klifurmeiðsli: Tíðni, áhættuþættir og forvarnir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Mikill uppgangur hefur verið í klifuríþróttinni undanfarin ár með betri aðstöðu og búnaði og fleiri þátttakendum. Líkamlegt álag er mikið í efri útlimum við klifur og koma fram sérhæfð klifurmeiðsli eins og í öðrum íþróttum.
  Markmið: Lítið fræðilegt efni á íslensku er til um klifur og markmið þessarar ritgerðar var að auka aðgengi íslenskra klifrara á greinum á móðurmáli um 1) tíðni klifurmeiðsla og algengustu meiðslin í efri útlimum, 2) áhættuþætti klifurmeiðsla og 3) mögulegar forvarnir.
  Aðferð: Kerfisbundin leit var framkvæmd með 5 leitarorðum. Tveir gagnabankar voru notaðir, PubMed.gov og Leitir.is. Greinar þurftu að vera á ensku eða íslensku og titill þurfti að tengjast á einhvern hátt klifri.
  Niðurstöður: Alls voru 41 grein notuð frá leitarorðum en 12 frá öðrum leiðum en uppfylltu leitarskilyrði. Niðurstöður sýndu 1) meiðslatíðni á bilinu 0,02 meiðsli/1000 klst. – 37,5 meiðsli/1000 klst en meiðslatíðnin valt á aðferðafræði rannsóknanna. Algengasta staðsetning meiðsla var í fingrum. 2) Litlar vísindalegar sannanir eru á áhættuþáttum en áhrif mismunandi klifurgripa á líffærarfræðilega þætti fingra sýndi marktækt meira álag á hringlaga bönd 2 og 4 í kantgripi á móti opnu gripi. 3) Fáar marktækar niðurstöður á forvörnum en leiðir til þess að minnka bráðameiðsli við fall og tryggingarmistök fundust auk styrktaræfinga til þess að minnka líkur á álagsmeiðslum.
  Ályktun: Sportklifur og grjótaglíma er tiltölulega hættulitlar klifuraðferðir í þeim rannsóknum sem sýna samanburðarhæfar tölur yfir meiðslatíðni. Rannsaka þarf betur áhættuþætti og forvarnir en mælt er með því að nota opið grip í stað kantgrips þegar kostur er og að gæta alltaf fyllsta öryggis við klifuriðkun.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: There has been a rise in the climbing sport in recent years with better facilities and equipment and increase of participants. Much physical stress is put on upper extremities in climbing and special sports injuries come up just as in other sports.
  Purpose: Reviewed literature about climbing in Icelandic is scarce. The purpose of this thesis is to increase assess of Icelandic reviews about 1) climbing injury frequency 2) injury risk and 3) possible preventative measures.
  Design: Systematic search was carried out with 5 words. PubMed.gov and Leitir.is databases were used. Studies had to be in English or Icelandic and the title had to relate to climbing.
  Results: 41 studies were found with the search words but 12 came from other resources but fulfilled the search terms. The results showed 1) injury frequency between 0,02 injuries/1000 hours – 37,5 injuries/1000 hours, the numbers varies from methodology for each research. Most common injury location was in fingers. 2) Few scientific studies report on the risk of injury, but one risk factor is the impact on anatomical parts of the finger in different types of grips. Studies show significant more stress on annular ligaments 2 and 4 by using crimper grip rather than open grip. 3) Few significant results were found about preventative measures but ways to limit acute injuries by falling or belaying mistakes were found as well as strengthening exercises to limit overuse injuries
  Conclusion: Studies with comparative results showed that sport climbing and bouldering are relative safe climbing methods. There is a need for more research about injury risk and preventative measures but its recommended to use open grip instead of crimper when its suitable and to be careful at all times.

Samþykkt: 
 • 15.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skil 3 úr sniðmáti réttast.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna