Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21535
Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu HEXACO-60 prófsins (HEXACO-60-IS) voru athugaðir. Þátttakendur rannsóknarinnar voru samtals 671 á aldrinum 16 til 75 ára. Meðalskor og staðalfrávik yfirþáttanna voru svipuð og í ensku útgáfu prófsins ásamt því að marktækur munur var á skorum karla og kvenna. Þáttabygging prófsins var skýr og innri áreiðanleiki þáttanna var góður. Þá var fylgni á milli yfirþátta HEXACO-60-IS einnig ásættanleg. Reiknuð var fylgni HEXACO-60-IS við Lífsafstöðuprófið, PANAS-IS og Lífsánægjukvarðann, aðallega til þess að athuga samleitni- og aðgreiniréttmæti yfirþáttanna úthverfu og tilfinningasemi.Fylgni þáttanna við skyldar hugsmíðar kvarðanna þriggja var ágæt þó fylgni tilfinningasemi hafi verið aðeins lægri en fyrir úthverfu. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda því til þess að þáttabygging og áreiðanleiki yfirþátta HEXACO-60-IS séu í samræmi við erlenda gerð þess en frekari rannsókna er þörf til að kanna samleitni- og aðgreinréttmæti yfirþátta prófsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Rakel_lokaskil_2015.pdf | 825.77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokakapa_bs.pdf | 163.21 kB | Opinn | Kápa | Skoða/Opna |