en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21539

Title: 
  • Title is in German Angela Merkel eine der mächtigsten Politikerinnen der Welt
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í þýsku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á vormisseri 2015. Hér er fjallað um núverandi kanslara Þýskalands, Angelu Dorotheu Merkel. Merkel er fædd í Þýskalandi 17. júlí 1954 og ólst upp í borginni Templin. Hún var afburðar námsmaður og útskrifaðist með hæstu einkunn úr menntaskólanum Hermann Matern í Templin árið 1973. Árið 1986 lauk hún doktorsnámi í eðlisfræði og efnafræði. Eftir fall Berlínarmúrsins snéri hún sér að stjórnmálum, þar sem hún hlaut fljótt verðskuldaða athygli. Hún var um langan tíma helsti aðstoðarmaður Helmut Josef Michael Kohl formanns Kristilega demókrataflokksins (CDU) og fyrrum kanslara Þýskalands. Eftir fráhvarf Kohls úr stjórnmálum tók Angela Dorothea Merkel við stjórn flokksins og síðar meir við kanslaraembætti Þýskalands. Þessi hógværa en velmenntaða kona er nú talin einn valdamesti stjórnmálamaður heimsins. Í ritgerðinni rek ég stuttlega lífs- og starfsferil hennar ásamt því að fjalla um þá þætti sem ætla má að hafi mótað þennan þekkta og vinsæla stjórnmálamann samtímans.
    Ritgerðinni er skipt niður í þrjá megin kafla þar sem helstu atriði út lífi Merkels verða rædd. Í fyrsta kafla er lögð áhersla á umfjöllun um persónulegt líf hennar og uppruna. Í öðrum kafla er fjallað um stjórnmálamanninn Angelu Dorotheu Merkel frá upphafi starfa hennar á því sviði og til dagsins í dag. Í þriðja kafla er reynt að varpa ljósi á stöðu Merkel bæði innan Þýskalands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Konuna sem færðist frá því að vera alls óþekktur einstaklingur frá Austur Þýskalandi yfir í að vera einn áhrifamesti stjórnmálamaður heims.

Accepted: 
  • May 18, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21539


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Angela Merkel Skemman.pdf605.45 kBOpenHeildartextiPDFView/Open