is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21542

Titill: 
 • Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Jónandi geislun fylgir alltaf einhver áhætta en fer það eftir magninu hvenær hún kemur fram. Með aukinni notkun tölvusneiðmyndatækja milli ára er því nauðsynlegt að vita hve miklir þeir geislaskammtar eru sem verða við notkun þeirra tækja þar sem að ófrískar konur eru hluti af þeim sjúklingum sem fara í tölvusneiðmyndarannsóknir. Þörfin fyrir þessar upplýsingar er til staðar þar sem að þekking heilbrigðisstarfsfólks á geislaskömmtun getur verið af skornum skammti.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að finna út hverjir geislaskammtar væru í legi fyrir í tölvusneiðmyndarannsókn af kviðarholi, mælt í Alderson mannslíkani og tengja það við geislaskammta í raunverulegum rannsóknum á sama stað.
  Efni og aðferðir: Alderson mannslíkan var skannað í fjórum tölvusneiðmyndatækjum á höfuðborgarsvæðinu, tveim í Röntgen Domus Medica og tveim á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Notaðar voru TLD flögur til að mæla geislaskammtana á legsvæðinu við kviðarholsmyndatöku. Einnig voru kannaðir geislaskammtar (CTDIvol) úr rannsóknum 20 kvenna á barneignaraldri fyrir hvert tæki og upplýsingarnar notaðar til viðmiðunar við Alderson mælingarnar.
  Niðurstöður: Meðaltöl geislaskammtana voru 13,7 mGy (±1,07) og 13,6 mGy (±1,35) fyrir tæki Röntgen Domus og 11,5 mGy (±0,69) og 7,9 mGy (±0,71) fyrir tæki Landspítalans. Meðal CTDIvol fyrir rannsóknir á Röntgen Domus voru 7,4 mGy (±2,6) og 10,1 mGy (±4,8) og fyrir Landspítalan voru þau 15,0 mGy (±6,6) og 9,2 mGy (±3,1).
  Umræður: Mælingar sýndu geislaskammta sem eru vel fyrir neðan þau 50 mGy mörk sem talið er að einhver áhrif gætu komið fram í þroska fóstursins. Ef miðað er við upplýsingar ICRP um áhættuna á krabbameini hækka líkurnar um 0,06% fyrir hver 10 mGy og sýna niðurstöðurnar smávægilega hækkun á áhættu. Sjúklingaupplýsingar sýna þó að meðal geislaskammtur gæti verið hærri en sá sem mældur er í Alderson.
  Ályktanir: Niðurstöður sýna að ekki sé mikil hætta á alvarlegum áhrifum fyrir fóstur þurfi kona að fara í tölvusneiðmynd af kviðarholi.

Samþykkt: 
 • 18.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Final.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna