en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21549

Title: 
 • Title is in Icelandic Gjöf blóðþrýstingshækkandi innrennslislyfja í gegnum útæðaleggi
Keywords: 
Submitted: 
 • May 2015
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Við meðferð bráðveikra sjúklinga er tafarlaus gjöf blóðþrýstingshækkandi lyfja oft nauðsynleg. Leiðbeiningar mæla með gjöf blóðþrýstingshækkandi innrennslislyfja í HÆL (holæðaleggi), en almennt hefur verið talið að gjöf þeirra í útlægar æðar fylgi hætta á vefjadrepi. Stundum getur reynst nauðsynlegt að gefa blóðþrýstingshækkandi lyf í ÚÆL (útæðaleggi), þar sem það er tímafrekara að koma fyrir HÆL og slíkt inngrip ekki á færi allra lækna. Við heimildaleit höfunda fundust engar rannsóknir sem fjalla um algengi þessara fylgikvilla. Hér á landi er vel þekkt að gefa lægri skammtar í útlæga bláæðaleggi. Markmið rannsóknarinnar er að meta hversu oft blóðþrýstingshækkandi innrennslislyf eru gefin í ÚÆL á Landspítala og hversu algengt er að slík gjöf valdi fylgikvillum
  Efniviður og aðferðir: Leitað var í sjúkraskrárkerfum Landspítala að sjúklingum sem höfðu fengið blóðþrýstingshækkandi innrennslislyf á legudeildum Landspítala öðrum en gjörgæsludeildum á tímabilinu 2009-2014. Athugað hvaða lyf var gefið, í hvaða skammti, hversu lengi og íkomuleið metin. Leitað var að skráðum tilvikum þar sem vefjadrep eða aðrir bráðir fylgikvillar komu fram við lyfjagjöfina. Þá voru ástæða innlagnar og lyfjagjafar og heilsufarssaga metin. Gögn voru dulkóðuð og slegin inn í Excel og t-prófi og kí-kvaðratprófi beitt við úrvinnslu gagnanna í R Studio®.
  Niðurstöður: Alls voru 227 skráð tilfelli hjá 110 sjúklingum þar sem blóðþrýstingshækkandi innrennslislyf var gefið á legudeildum á rannsóknartímabilinu. Þegar teknar höfðu verið út lyfjagjafir undir húð, lyfjagjafir í HÆL og tvítekning skráðra fyrirmæla reyndust tilfellin vera 102 hjá 92 sjúklingum. Lyfjagjafir voru flestar dópamín eða ísópróterenól og var meirihlutinn gefinn í ÚÆL í handleggjum, en einungis fundust tvö tilfelli um gjöf blóðþrýstingshækkandi lyfja um ÚÆL í rist. Engir fylgikvillar vegna gjafar blóðþrýstingshækkandi lyfja í ÚÆL fundust. Alls voru 95% sjúklinganna með ÚÆL og 10% með HÆL, og voru karlmenn 67% sjúklinganna. Í legunni létust 21,5% sjúklinganna.
  Ályktanir: Gjöf dópamíns og ísópróterenól í ÚÆL í handlegg virðist ekki fylgja mikil hætta á staðbundu vefjadrepi. Frekari rannsókna er þörf áður en hægt er að breyta ráðleggingum og almennt gefa blóðþrýstingshækkandi lyf í ÚÆL.

Accepted: 
 • May 18, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21549


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AlexanderGabrielGudfinnsson - Gjof blodthrystingshaekkandi innrennslislyfja i gegnum utaedaleggi.pdf733.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open