en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21551

Title: 
 • is ICD ísetningar á Íslandi á árunum 2006-2010. Gæðaeftirlit á fyrstu bjargráðsígræðslum einstaklinga
Keywords: 
Submitted: 
 • May 2015
Abstract: 
 • is

  Í dag er bjargáður talinn vera ein helsta meðferð gegn lífshættulegum hjartsláttartruflunum sem geta leitt til hjartastopps. Bjargráðurinn er lítið ígrætt stuðtæki sem gefur frá sér stuð þegar einstaklingur fer í hraðan sleglahraðtakt (VT) eða í sleglatif (VF). Þegar leiðslur frá honum skynja væga óreglu gefur hann frá sér and-hraðtakts örvun (ATP). Þegar óreglan er mjög hröð eða svarar ekki ATP þá gefur bjargráðurinn frá sér stuð. Til eru þrjár týpur af bjargráðum, einhólfa, tvíhólfa og CRT. Bjargráðurinn er ekki án galla. Stuðin eru sársaukafull sem hafa mikil áhrif á lífsgæði og líðan einstaklinganna. Ásamt því getur hann gefið frá sér óréttmæt stuð og leiðslurnar geta hreyfst til, brotnað og verið gallaðar.
  Markmið rannsóknarinnar var almennt gæðaeftirlit á bjargráð þar sem megináhersla var lögð á kosti og galla meðferðarinnar.
  Rannsóknin var framkvæmd í janúar 2015 úr úrtaki 93 einstaklinga sem fóru í sína fyrstu bjargráðsígræðslu á árunum 2006-2010. Listi sjúklinganna var fenginn frá aðgerðasviði og ásamt því var farið yfir möppur bjargráðssjúklinga á gangráðseftirliti Landspítalans við Hringbraut. Gögn voru fengin úr möppunum og af sjúkrasögu á innra neti sjúkrahússins. Tölfræðileg úrvinnsla var framkvæmd á gögnunum.
  Niðurstöðurnar benda til þess að karlmenn sem eru komnir yfir fimmtugt eru líklegri til þess að fá kransæðasjúkdóm eða annan hjartasjúkdóm sem leiðir til hættulegra hjartsláttartruflana eða hjartastopps vegna hjartsláttartruflana og fá bjargráð sem afleiðingu þess. Sleglahraðtaktur var ástæða ísetningar í 52% tilfella og kransæðasjúkdómur sjúkdómsorsök í 49% tilfella. Meðferðin virðist ganga vel og af 93 einstaklinga úrtaki voru 45% (n=42) sem fengu réttmæta meðferð, ATP, stuð eða bæði. Úrtaksaðilar voru að jafnaði með lélegt útstreymisbrot (EF) þar sem að meðal útstreymisbrotið var 39,8 ± 15,9%. Allir úrtaksaðilar voru á einhverjum lyfjum, 95% (n=88) á betablokkerum, 48% (n=45) á amiodarone, 32% (n=30) á kúmarín og 71% (n=66) á ACE/ARB. Gallar bjargráðarins komu fram þar sem að 16% (n=15) fengu óréttmæt stuð og flest þeirra voru vegna gáttaflökts (AF) og hin voru vegna truflana frá leiðslum.
  Dánartíðnin var 23% (n=21) og það liðu að meðaltali 2,7 ± 1,6 ár frá ígræðslu þangað til að fráfall varð. Dánarorsök flestra (n=14) var ekki til staðar við gagnasöfnun, en hjá hinum voru dánarorsakir vegna krabbameins, nýrnabilunar, heilablóðfalls, hjartastopps, lyfjameðferðar og vegna Riata leiðslu. Það voru hlutfallslega fleiri einstaklingar sem féllu frá á fyrsta árinu sem voru með gáttaflökt, lélegt útstreymisbrot og hærri aldur heldur en þeir sem féllu frá tveimur árum eða seinna eftir að þeir fengu bjargráðinn. Það bendir til þess að þetta séu áhættuþættir fyrir andlát á fyrsta árinu eftir bjargráðsígræðsluna.

Accepted: 
 • May 18, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21551


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ICD ritgerð PDF.pdf1.68 MBOpenHeildartextiPDFView/Open