en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21557

Title: 
 • is Heppileg upphafsþynning sjúklingasýna í ANA-kjarnamótefnaskimprófi á HEp-2000 frumum
Keywords: 
Submitted: 
 • May 2015
Abstract: 
 • is

  Talið er að allt að 5-8% allra einstaklinga þjáist af sjálfsofnæmissjúkdómum. Sjálfsofnæmissjúkdómar einkennast af myndun sjálfsmótefna og hægt er að greina mótefnin í blóði margra sjálfsofnæmissjúklinga. ANA-kjarnamótefnaskimpróf með flúrskinsaðferð eru notuð til að skima fyrir algengustu kjarnamótefnin sem finnast í kerfisbundnum sjálfsofnæmissjúkdómum. Sem undirlag fyrir flúrskinsaðferðina er hægt að nota ræktaðar HEp frumur eða vefjasneiðar úr nagdýralíffærum. HEp-2000 frumur eru notaðar víða á rannsóknarstofum í dag og á sumum þessara staða hefur verið ákveðið að auka við upphafsþynningu sjúklingasýna miðað við þann styrk sem notaður er á nagdýravef. Er það gert til að auka sértæki prófsins en varast þarf að þynna sýnin of mikið til að skerða ekki næmni þess. Á ónæmisfræðideild Landsspítalans er nagdýravefur notaður sem undirlag og upphafsþynning sjúklingasermis er 1:40.
  Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvaða upphafsþynning sjúklingasýnis er heppilegastur við notkun HEp-2000 fruma í ANA-kjarnamótefnaskimprófi. Kannað var hlutfall sýna sem héldu ANA svörun sinni við frekari þynningu, samband þynningar við undirliggjandi sjúkdómsgreiningu, fyrirliggjandi niðurstöður ENA-skimprófa ENA-undirflokkaprófa og dsDNA mótefnaprófa. Áhrif þynningar á mynstur var kannað og samband mynstursgreiningar við undirliggjandi sjúkdómsgreiningu.
  Í rannsóknum sem gerðar voru árin 2013 og 2014 af Ásu Jacobsen sýndi hún fram á að HEp-2000 frumur eru jafn hæfar og nagdýravefur sem undirlag fyrir ANA-kjarnamótefnaskimpróf. Í rannsóknum Ásu reyndust 30% (148/495) einstaklinga vera vægt jákvæðir í ANA-kjarnamótefnaskimprófi á HEp-2000 frumum með styrk 1:40. Einnig voru sextíu einstaklingar jákvæðir með styrk 1:100. Valið var að vinna með sýni úr þessum einstaklingum í þessari rannsókn.
  Í ANA-kjarnamótefnaskimprófi á HEp-2000 frumum í þynningu 1:80 var marktækur munur á fjölda jákvæðra sérfræðings sýna og almennra sýna úr úrtaki vægt jákvæðra sýna með styrk 1:40 (P=0,0007). Í þynningu 1:160 var ekki marktækur munur á fjölda jákvæðra sérfræðings sýna og almennum sýnum úr úrtaki vægt jákvæðra sýna með styrk 1:40 (P=0,7671) né úr úrtaki jákvæðra sýna með styrk 1:100 (P=0,3811). Greindust fleiri sýni einstaklinga með fjölkerfa sjálfsofnæmissjúkdóma og aðra sjálfsofnæmissjúkdóma jákvæð í þynningu 1:80 en sýni annarra einstaklinga en ekki í þynningu 1:160.
  Niðurstöðurnar sýna að þynning 1:80 henti betur sem upphafsþynning í ANA-kjarnamótefnaskimprófi á HEp-2000 frumum en þynning 1:160. Í þynningu 1:160 voru sýni einstaklinga með fjölkerfa sjálfsofnæmissjúkdóma farin að greinast neikvæð, jafnvel sýni sem voru jákvæð í ENA-skimprófi og ENA-undirflokkaprófi. Þótt gagnlegt geti verið að hafa upplýsingar um ANA mynstur við notkun HEp-2000 frumna má búast við að mynstursvörun sé breytileg milli þynninga. Ekki er ástæða til að breyta þeirri vinnureglu ónæmisfræðideild Landspítalans um að meðhöndla öll ANA jákvæð sýni eins óháð mynstursgreiningu.

Accepted: 
 • May 19, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21557


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Avijaja Tryggvadóttir diplómaritgerð.pdf1.45 MBOpenHeildartextiPDFView/Open