is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21559

Titill: 
  • Sjálf í hlutverkum. Ingibjörg Steinsdóttir leikkona (1903–1965) og sjálfsmyndasafn hennar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er greining á ævi og ímynd Ingibjargar Steinsdóttur (1903–1965), leikkonu og leikstjóra. Áhugi hennar á leiklist kviknaði snemma og framan af ævi sinni stundaði hún einkum listsköpun sína í stærstu kaupstöðum landsins, Reykjavík, Akureyri og Ísafirði. Á sínum yngri árum hafði hún trú á því að kommúnisminn myndi skapa betri heim fyrir fátækt verkafólk, en hún bar hag þess fyrir brjósti þótt hún tilheyrði sjálf millistétt lengstan hluta ævinnar. Upp úr miðjum aldri fór hún síðan að einbeita sér að leikstjórn, einkum á landsbyggðinni þar sem mikil spurn var eftir kröftum hennar. Á efri árum vann hún auk þess ýmis konar erfiðisvinnu til að hafa í sig og á, en í kjölfar vinnuslyss þrutu kraftar hennar.
    Heimildir um líf Ingibjargar eru ekki á einum stað heldur á víð og dreif. Þær eru bæði opinberar og óopinberar, varðveittar á söfnum, í dagblöðum og tímaritum og sumt er í vörslu ættingja hennar og annarra einstaklinga. Hluti heimildanna hefur varðveist í munnlegri geymd, aðrar eru skriflegar, myndrænar eða hlutgerðar. Þær eru frá ýmsum tímaskeiðum í lífi hennar en aðrar til komnar eftir andlátið. Þær birta ekki eina mynd af henni heldur margar sem er reyndar í samræmi við nýlegar kenningar um hið mannlega sjálf, að það sé ekki eitt og heildstætt heldur margskipt eða marglaga sjálf, eins og fjallað er um í fyrsta meginkaflanum. Næstu fjórir kaflar snúast um ólík hlutverk Ingibjargar á lífsleiðinni, það er um leiklistarstörf hennar, pólitískar hugsjónir, frásagnir í ræðu og riti og loks einkalíf. Þessi hlutverk framkalla mismunandi myndir af henni, sem aftur tengjast umræðunni um sjálfið.
    Ljóst er að Ingibjörg kom víða við á lífsleiðinni. Hindranirnar voru þó margar eins og glöggt kemur fram. Með öllu sínu starfi leitaðist hún við að brjótast út úr erfiðum aðstæðum og þeim fyrirframákveðnu kynhlutverkum sem konum var uppálagt að fylgja á hennar tíð. Að því leyti var hún talsvert á undan sinni samtíð. Óhætt er að segja að Ingibjörg hafi sífellt leitast við að skapa sig sjálfa, að hún hafi alla sína fullorðinstíð verið iðin við að búa sig til sem sjálfstæðan einstakling. Að því leyti til má vel kalla hana nútímakonu.

Samþykkt: 
  • 19.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjalf i hlutverkum 5 mai 2015.pdf1.36 MBLokaður til...05.05.2025HeildartextiPDF