is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21563

Titill: 
  • Endurnýting hafnarsvæða Mótun aðferðafræði fyrir skipulagsstefnu Flensborgarhafnar og annarra vannýttra hafnarsvæða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hafa hafnarsvæði við innri hafnir í borgum og bæjum um allan heim verið endurnýjuð, oft í tengslum við endurreisn miðbæja. Um er að ræða endurbætur á vannýttum og hnignandi svæðum, sem áður voru virk hafnar- eða iðnaðarsvæði. Þar sem vel hefur tekist til við endurgerð slíkra svæða eru þau nú iðandi af mannlífi og laða að íbúa og gesti, sem eiga þess kost að njóta þar ýmiss konar afþreyingar, útivistar, menningar og þjónustu. Endurbætur við innri hafnir hérlendis eru fyrirsjáanlegar, en hliðstæð þróun hefur aðeins átt sér stað að takmörkuðu leyti í íslenskum sjávarbyggðum. Tilgangur verkefnisins er að taka saman niðurstöður rannsókna á endurnýttum hafnarsvæðum erlendis, sem byggja má á við undirbúning stefnu og skipulags á áþekkum svæðum. Ennfremur að þróa og setja fram aðferð sem nota má við undirbúning hliðstæðra endurnýtingarverkefna og jafnframt að beita aðferðinni á vannýtt hafnar-svæði hér á landi. Aðferðin miðar að mótun skipulagsstefnu með frumdrögum fyrir svæðin.
    Í ritgerðinni er gerð grein fyrir hagnýtri úttekt á vannýttu hafnarsvæði við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði, sem var rannsakað í þeim tilgangi að undirbyggja skipulagsstefnu fyrir svæðið. Rannsóknin byggðist á viðtölum, vettvangsferðum og greiningum byggðar, umhverfis og samfélags. Þannig fengust upplýsingar um áhrifaþætti sem varða framtíðaruppbyggingu svæðisins, einnig viðhorf sérfræðinga, embættismanna og notenda. Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna jákvæða áhersluþætti og gerð endurbyggingar á hafnarsvæðum sem hafa tekist vel með tilliti til ábata fyrir samfélagið sem svæðið heyrir til. Einnig voru líkur leiddar að hvaða þættir eru líklegir til að laða að mannlíf og athafnalíf á Flensborgarhöfn. Með niðurstöðunum skapaðist grunnur að stefnu um endurbætur athugunarsvæðisins, sem byggði á fyrri rannsóknum og reynslu, viðtölum og hagnýtri rannsókn á svæðinu. Í lok verkefnisins voru lagðar til útlínur að stefnu og umbótum á athugunarsvæðinu.
    Af verkefninu má draga þær ályktanir að ef vel er að endurnýtingu hafnarsvæða staðið, jafnt hér á landi sem erlendis, virðast þau vel til þess fallin að bjóða upp á umhverfi sem laðar að mannlíf, einkum ef svæðin eru staðsett við eða nálægt miðbæ og að nauðsynlegt sé að undirbyggja skipulagsstefnu fyrir svæði sem á að endurbæta til að ná fram því besta á hverjum stað.

Samþykkt: 
  • 19.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms_Gudrun_Gudmundsd.12.12.14.pdf8.07 MBOpinnPDFSkoða/Opna