is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21565

Titill: 
  • Verkir eftir heilablóðfall. Fræðilegt yfirlit yfir áhrif langvinnra verkja eftir heilablóðfall og hagnýtar upplýsingar fyrir sjúklinga
  • Titill er á ensku Pain following stroke. Literature review of effects of long term pain after stroke and practical information for patients
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Allt að 53% einstaklinga sem hafa fengið heilablóðfall upplifa langvinna verki. Skortur er á upplýsingum á íslensku fyrir heilablóðfallssjúklinga með langvinna verki sem miða að því að auka þekkingu þeirra og getu til þess að velja úrræði.
    Tilgangur: Tvíþættur tilgangur að; (1) lýsa líkamlegum, andlegum og sálfélagslegum vandamálum hjá einstaklingum með langvinna verki meira en þremur mánuðum eftir heilablóðfall og (2) þróa fræðsluefni um langvinna verki.
    Markmið: (1) Að samþætta fræðilega þekkingu á langvinnum verkjum og áhrifum þeirra á líðan einstaklinga eftir heilablóðfall og (2) að bæta þekkingu um eðli langvinnra verkja hjá einstaklingum eftir heilablóðfall.
    Aðferð: (1) Framkvæmd var kerfisbundin leit í PubMed og CINAHL frá 2002-2015. Yfirlýsing frá PRISMA var höfð til hliðsjónar við greiningu heimilda. Niðurstöður voru flokkaðar út frá líkamlegum, andlegum og sálfélagslegum vandamálum. (2) Fræðsluefni á íslensku var þróað í fimm þrepum; (a) Leit innan núgildandi klínískra leiðbeininga. (b) Leit á viðurkenndum heimasíðum til að kanna útgefið efni fyrir sjúklinga. (c) Samþætting niðurstaðna í þrepi (a) og (b) með niðurstöðum fræðilega yfirlitsins til þess að bera kennsl á viðeigandi upplýsingar og forgangsröðun þeirra í bæklingnum. (d) Leita ráða hjá þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsfólks og (e) fá samþykki frá menntadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss til þess að nota fræðsluefnið.
    Niðurstöður: (1) Samtals 20 rannsóknir stóðust inntökuskilyrði og sýndu á margvíslegan hátt hvernig verkir hindra líkamlega virkni og hafa neikvæð áhrif á líðan og vitræna getu heilablóðfallssjúklinga. Einnig komu í ljós takmarkanir á lífsgæðum og aðferðum sem sjúklingar nota til að takast á við og lina verki. (2) Unnin voru drög að fræðsluefni um langvinna verki á íslensku.
    Umræður/ályktun: Mikilvægar upplýsingar fundust um verki eftir heilablóðfall sem er áríðandi fyrir hjúkrunarfræðinga að vera meðvitaðir um þegar þeir nálgast heilablóðfallssjúklinga með langvinna verki. Útbúið var fræðsluefni sem hjúkrunarfræðingar geta notað við fræðslu sjúklinga með langvinna verki. Mælt er með fýsileikarannsókn á notagildi fræðsluefnisins.
    Lykilorð: Taugaverkir (CPSP), höfuðverkur, hjúkrun, verkur, krónískur, axlarverkur, heilablóðfall, sjúklingafræðsla, endurhæfing, þjónusta utan heilbrigðisstofnana

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Up to 53% of stroke patients experience chronic pain. There is a shortage of information for stroke patients with chronic pain to increase their knowledge and ability to be proactive with choosing alleviating actions.
    Purpose: The purpose was twofold (1) to provide a theoretical overview of the effects of chronic post-stroke pain (2) to develop an information sheet about chronic post-stroke-pain.
    Objective: (1) To integrate theoretical literature concerning chronic post-stroke-pain and its effects on stroke survivors’ well-being and (2) to expand knowledge about chronic post-stroke-pain among stroke survivors.
    Method: (1) A systematic search was carried out in the databases PubMed and CINAHL from 2002-2015. The PRISMA statement was used to describe the findings in the articles. Results were sorted by physical, psychological and psychosocial problems. (2) An information sheet for patients and relatives was developed in five phases. (a) Searching within existing guidelines. (b) Search of acknowledged web-sites to identify published material for stroke patients. (c) Integrating the results from phase (a) and (b) with the results from the literature review to identify appropriate information and their order of priority for the information sheet. (d) Consulting an expert group in stroke rehabilitation and (e) achieving approval for the manner in which the information was formulated at the Landspitali University Hospital department for education and development.
    Results: (1) A total of 20 studies met the inclusion criteria and show in different ways how pain hinders physical activity and has a negative effect on stroke patients´ well-being and cognitive ability. It also showed limitations of quality of life and methods that patients use to cope with and alleviate pain. (2) A draft for an information sheet about chronic pain was developed in Icelandic.
    Discussion and conclusion: We identified important information on post-stroke pain that is crucial for nurses to be aware of when approaching stroke patients with chronic pain. An information sheet was prepared for nurses to use to support the information to patients with chronic post-stroke pain. A feasibility study is recommended to verify the utility of the information sheet.
    Keywords: Central-post stroke pain, headache, nursing, pain, chronic, shoulder pain, stroke, patient education, rehabilitation, outpatients care

Samþykkt: 
  • 19.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkir eftir heilablóðfall.pdf1,45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna