is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21567

Titill: 
  • Réttmæti persónuleikamælinga. Samræmi sjálfsmats og makamats á persónuleikaþættinum taugaveiklun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga hvort sjálfsmatsmælingar og mælingar byggðar á mati annarra á persónuleikaþættinum taugaveiklun séu sambærilegar. Það verður gert með því að skoða þáttabyggingu og áreiðanleika þessara tveggja mælinga. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 184 ásamt mökum þeirra. Pörin voru valin af hentugleika og allir þátttakendur voru sjálfboðaliðar. Pörin voru búin að vera í sambúð í sex mánuði eða lengur. Notast var við persónuleikaprófið NEO-PI-R til að mæla persónuleikaþáttinn taugaveiklun. Þátttakendur fengu spurningalista fyrir sig og maka og þeim gefin bæði munnleg og skrifleg fyrirmæli. Spurningalistunum var síðan safnað saman og unnið var úr niðurstöðum. Þegar heildarniðurstöður sjálfsmats og mats maka eru bornar saman kemur í ljós að afar lítill munur er til staðar. Dreifing svara var örlítið meiri hjá mati maka og aðeins fleiri atriði spurningalistans stemmdu við upprunalegu þáttabygginguna í sjálfsmatinu heldur en í makamatinu. Þessi munur var þó ekki mikill og gæti verið tilkominn vegna tilviljunar. Niðurstöðurnar benda því til þess að sjálfsmat og mat maka sé mjög sambærilegt. Það er því ekki ástæða til að draga í efa gagnsemi þess að nota samræmi í sjálfsmati og mati annarra á persónuleikaþáttum til að meta réttmæti sjálfsmats á grundvelli þessara niðurstaðna.

Samþykkt: 
  • 20.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rettmaeti_personuleikamælinga.pdf812.19 kBLokaður til...19.05.2135HeildartextiPDF