is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21568

Titill: 
 • Frelsið er það dýrmætasta sem ég á. Upplifun fólks með geðsjúkdóma af nauðungarvistun
 • Titill er á ensku Freedom is my most precious possession. Mentally ill people's experience of involuntary commitment
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Nauðungarvistun er frelsisskerðing þar sem sjálfráða einstaklingur er vistaður á sjúkrahúsi gegn vilja sínum eða þegar sjúklingi er meinað að útskrifast af sjúkrahúsi. Nauðungarvistun er vandmeðfarið og umdeilt inngrip sem takmarkar frelsi einstaklinga, svo sem almenn mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga. Tilgangur nauðungarvistunnar er að veita sjúklingi, sem ekki er talinn vera fær um að sinna persónulegum högum vegna veikinda sinna, nauðsynlega meðferð og skal ávallt vera framkvæmd með velferð sjúklingsins að leiðarljósi. Á Íslandi er sjaldan gripið til þessa róttæka úrræðis og eru nauðungarvistanir hlutfallslega fæstar hér á landi samanborið við Norðurlöndin.
  Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að öðlast skilning á upplifun fólks með geðsjúkdóma sem hafa verið vistaðir nauðugir á sjúkrahúsi. Skoðaðar voru rannsóknir sem hafa verið gerðar um upplifun sjúklinga af nauðungarvistun og þvingandi meðferð í geðheilbrigðisþjónustu. Margt var sameiginlegt með reynslu sjúklinga og einkenndist hún af neikvæðum tilfinningum svo sem stjórnleysi, niðurlægingu og óöryggi. Þrátt fyrir það sáu sumir sjúklingar nauðsyn slíkra inngripa og töldu sig hafa öðlast ávinning af vistuninni. Fundin voru eftirfarandi þemu er einkenndu reynslu sjúklinga en þau voru: upplýsingar, umhverfi, virðing, virk hlustun, umhyggja, aðkomu lögreglu, berskjöldun, að hafa ákvörðunarvald, nauðsynleg neyðarbremsa og fordómar.
  Niðurstöður samantektarinnar leiddu í ljós að sjúklingar óskuðu eftir að eiga umhyggjusöm samskipti við meðferðaraðila sem byggja á virðingu, öryggi og þátttöku í meðferð. Einnig kom í ljós að sjúklingar sem fengu fullnægjandi upplýsingar um ástæður innlagnar og meðferðar, lýstu reynslu sinni jákvæðari og áttu auðveldara með að skilja tilgang hennar.
  Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar séu meðvitaðir um hvernig þeir geti beitt sér til að gera þessa erfiðu reynslu jákvæðari og aðstoði sjúklinga við að takast á við neikvæðar tilfinningar sem geta komið upp í kjölfar frelsisskerðingar.
  Lykilorð: Nauðungarvistun, þvingun, upplifuð þvingun, þvinguð meðferð, siðferði og geðhjúkrun.

 • Útdráttur er á ensku

  Involuntary commitment is a process when a free individual is hospitalized against his or her will or when a patient is not allowed to leave the hospital on their own terms. Involuntary commitment is a difficult and controversial intervention which limits the individual’s freedom, such as fundamental human rights and patients autonomy. The purpose of an involuntary commitment is to treat a patient, which is considered unable to manage his or her personal affairs because of an illness, with a necessary medical treatment and should only be used when it‘s in the patients best interest. This drastic intervention is rarely applied in Iceland and compared to the other Nordic countries involuntary commitment is relatively less used here.
  The purpose of this literature review was to acquire a understanding of mentally ill people‘s experience who have been hospitalized against their will. Databases were searched for peer-reviewed literature on patients experience, both of involuntary commitment and compulsory treatment in mental health services. Many of the patients described comparable experiences which were characterized by negative emotions such as loss of control, humiliation and insecurity. Despite that, many patients realized the necessity of the coercion and could see benefits from the treatment. The main themes describing the patients’ experiences were: information, environment, dignity, active listening, caring, police involvement, vulnerability, being able to make decisions, a necessary emergency brake and prejudice.
  Results of this literature review showed that patients wished to have caring communications with staff, which involved dignity, safety and patient’s involvement in treatment planning. Results also showed that patients that received satisfactory information about why they were being involuntary committed and treated described a more positive experience and found it easier to understand the purpose of this treatment.
  It is important that nurses are aware what they can do to make this experience more positive and help patients deal with negative emotions that can arise following the involuntary commitment.
  Keywords: Involuntary commitment, coercion, perceived coercion, compulsory treatment, ethics and mental health nursing.

Samþykkt: 
 • 20.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun fólks með geðsjúkdóma af nauðungavistun.pdf427.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna