is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21574

Titill: 
  • Þreyta hjá hlaupurum í ofurhlaupum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinsældir ofurhlaupa hafa farið vaxandi síðastliðna áratugi víðsvegar um heiminn. Ofurhlaup flokkast sem jaðaríþrótt og því er samfélag iðkenda lítið og þekking á íþróttinni ekki mjög útbreidd. Ofurhlauparar þurfa að sækja þjónustu sjúkraþjálfara líkt og aðrir íþróttamenn og því er mikilvægt að sjúkraþjálfarar hafi vitneskju um hvers konar áhrif iðkun og keppni í íþróttinni geta haft á starfsemi líkamans. Markmið ritgerðarinnar var að taka saman þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á þreytu í ofurhlaupum og finna út hvers konar þreyta er til staðar hjá ofurhlaupurum. Leitað var að rannsóknum með kerfisbundnum hætti frá 1950 til 2015 í vísindalegum gagnagrunni á veraldarvefnum. Alls komu 45 rannsóknir upp við sett leitarskilyrði, fjórar rannsóknir uppfylltu leitarskilyrði en tvær til viðbótar voru teknar inn til að hafa samantektina ívið viðameiri. Þær rannsóknir sem uppfylltu leitarskilyrðin gefa vísbendingar um að miðlæg þreyta sé ríkjandi í ofurhlaupum. Samantektin gefur ágæta mynd af þreytu í ofurhlaupum en takmarkast þó að því að fjórar rannsóknir uppfylltu leitarskilyrðin. Áframhaldandi rannsókna er þörf til að skilja þessa tegund af áreynslu betur; bæði í lífeðlisfræðilegum tilgangi sem og í fræðandi tilgangi fyrir sjúkraþjálfara, þjálfara og þá sem koma að þjálfun og keppnum ofurhlaupara

Samþykkt: 
  • 20.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HÍ_Þreyta í ofurhlaupum_Helga_Þóra_BS (1).pdf581.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hi_kapa_Þreyta í ofurhlaupum_Helga_Þóra_BS (1).pdf162.21 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna