Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21591
Lagður er grunnur í þessari ritgerð að kerfi fyrir bifreiðar sem hefur þann möguleika að koma mismunandi aukabúnaði inn á eitt notendasvið, sem dæmi ljósabúnað, loftpúðakerfi, rofaþarfir og mælingar.
Kerfið er byggt á að örtölvum sem er við hvern aukabúnað sem er verið notast við, sem nota svo samskiptalínu til að taka við upplýsingum eða koma þeim til notandasviðs/notandaviðmóts sem er snertiskjár. Örtölvurnar gefa þann möguleika á að bæta aukabúnaði inn á samskiptalínurnar, snertiskjárinn býður svo uppá að hafa valmöguleika sem hentar fyrir hvern aukabúnað fyrir sig.
Farið er yfir þarfir kerfisins (þarfagreining), útfrá þarfagreiningu er örtölvan AT90CAN64-15MZ frá Atmel, snertiskjárinn uLCD-43PT frá 4D SYSTEMS og I2C samskipti bestu kostir fyrir verkefnið. Hönnun er framkvæmd á grundvelli þarfagreiningar, fyrir loftpúðastýringu, ljósastýringu og aðalstýringu kerfisins.
Gerð er frumgerð af kerfinu og settar upp prófanir til að skoða samskipti milli notentasviðs og örtölva.
Niðurstöður sína fram á að kerfið er virkt, er einfalt í uppsetningu og samskipti fara á milli örtölva og notendasviðs án vandræða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stjórnstöð fyrir aukabúnað í faratækjum. Skil til Skemmu.pdf | 3,05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |